Miđasala Tjarnarbíós

Miðasala Tjarnarbíó er til húsa í Tjarnargötu 12. Þegar "gamla" lúgumiðasalan (til vinstri þegar gengið er inn) er ekki opin, eru miðar afgreiddir á barnum.

Netfang: midasala@tjarnarbio.is

Sími: 527-2100

Svarað er í síma miðasölu Tjarnarbíós alltaf þegar opið er á kaffihúsinu.

Miðar fást afgreiddir á kaffihúsi Tjarnarbíós á opnunartíma þess. Athugið að miðar fást ekki afgreiddir á öðrum stöðum, svo sem í versluninni Brim. Greiða verður miða fyrirfram, eða í síðasta lagi einni klukkustund fyrir sýningu. Eftir það eru pantaðir miðar seldir á staðnum.

Tjarnarbarinn er opinn á þeim tímum þegar viðburðir eru og eina klukkustund fyrir viðburð.

Þegar miðar eru pantaðir eru viðkomandi vinsamlegast beðnir að taka fram fullt nafn og símanúmer, ásamt fjölda miða og sýningu.

Hópar eru hvattir til að hafa samband við miðasölu í gegnum netfangið martin@tjarnarbio.is til að athuga með hópafslætti.

Athugið einnig að það borgar sig að gefa sér tíma til að finna bílastæði nálægt húsinu. Við bendum á bílastæði Reykjavíkurborgar, í kjallara Ráðhússins, hér beint fyrir framan. Þar er opið til miðnættis.

Tjarnarbíó   |   Tjarnargötu 12   |   101 Reykjavík   |   Sími: 527 2100
webMAN