Jónsmessunæturdraumur
„Ef satt skal segja þá eru skynsemi og ást ekki mikið í samfloti núorðið.“
Ungur og spennandi leikhópur tekur yfir Tjarnarbíó í haust og setur upp ástsælasta gamanleikrit allra tíma; Jónsmessunæturdraum!
Það styttist í brúðkaup konungshjónanna Hippólítu og Þeseifs í Aþenu þegar Egeifur óskar eftir því að Hermía, dóttir sín, giftist Demetríusi. Hún vill hins vegar giftast Lýsander en báðir vilja þeir hana. Eftir situr Helena með sárt ennið, en einu sinni elskaði Demetríus hana en nú vill hann Hermíu. Lýsander og Hermía ákveða að flýja út í skóg og gifta sig þar sem lög Aþenu ná ekki yfir, en Demetríus og Helena fylgja á eftir í von um að geta haft áhrif á hvernig fer. Á sama tíma ákveður leikhópur handverksmanna að æfa leikrit í ró og næði í skóginum í von um að fá að flytja það í brúðkaupinu. En í skóginum er ekki allt sem sýnist, og á einni Jónsmessunóttu á líf þeirra allra eftir að breytast til frambúðar.
Leikhópurinn samanstendur af leikurum sem eru tiltölulega ný útskrifaðir úr leiklistarskóla bæði hér á landi og í Danmörku. María Ellingsen og Magnús Thorlacius leikstýra, sviðshreyfingar eru í höndum Sóleyjar Ólafsdóttur, leikmynd og búningar hjá Írisi Ólafsdóttur og framleiðendur eru Kristín Þorsteinsdóttir og Sigríður Halla Eiríksdóttir í samstarfi við Tjarnarbíó.
Leyfðu grípandi gamanleik Shakespeares að töfra þig burt úr drunga haustsins yfir í draumkennda Jónsmessunóttina!
Aðstandendalisti:
Höfundur: William Shakespeare
Þýðing: Þórarinn Eldjárn
Leikstjórn: María Ellingsen og Magnús Thorlacius
Búningar og leikmyndahönnun: Íris Ólafsdóttir
Sviðshreyfingar: Sóley Ólafsdóttir
Tónlist og hljóðmynd: Áslaug María Dungal
Flytjendur:
Trýni/Snikki/Egeifur: Björk Guðmundsdóttir
Bossi: Fjölnir Gíslason
Hippolíta/Títanía: Heiðdís Hlynsdóttir
Þeseifur/Óberon: Jón Gunnar Vopnfjörð Ingólfsson
Demetríus: Killian G. E. Briansson
Lýsander: Vilberg Andri Pálsson
Helena:Kristín Þorsteinsdóttir
Smiddi: Níels Thibaud Girerd
Belgi: Óskar Snorri Óskarsson
Búkki: Rakel Ýr Stefánsdóttir
Hermía: Sigríður Halla Eiríksdóttir
Plakat og grafík: Katrín Hersisdóttir
Ljósmyndir: Christopher Lund
Framleiðandi: Silfurskeiðin, leikfélag
Framkvæmdastjórn: Kristín Þorsteinsdóttir og Sigríður Halla Eiríksdóttir
Sérstakar þakkir:
Hólmfríður Hafliðadóttir
Kristinn Óli Haraldsson
Tómas J Þorsteinsson
Tóma Rýmið
Te og kaffi
Eykt