Jónsmessunæturdraumur

„Ef satt skal segja þá eru skynsemi og ást ekki mikið í samfloti núorðið.“

Ungur og spennandi leikhópur tekur yfir Tjarnarbíó í haust og setur upp ástsælasta gamanleikrit allra tíma; Jónsmessunæturdraum!

Djúpt inn í töfraskógi týnast fjórir ungir elskhugar á flótta og flækjast inn í stríð konungs og drottningar álfanna ásamt leikhóp handverksmanna sem á sér einskis ills von. Tungsljósið og döggin í bland við hugvíkkandi töfrasafa álfana snúa öllu á hvolf þessa örlagaríku Jónsmessunótt.

Leikritið virkar létt og einfalt á yfirborðinu en undir niðri er það marglaga og djarft.

Í Jónsmessunæturdraumi takast á draum- sem og martraðakenndar hliðar ástarinnar, þrá og afbrýðisemi, kúgun og undirgefni, stjórn og hömluleysi. Á einni sumarnóttu ferðumst við frá ramma borgarinnar út í frelsi villtrar náttúrunnar, frá hatri til ástar, frá svefni til vöku.

Aðstandendalisti:

Höfundur: William Shakespeare

Þýðing: Þórarinn Eldjárn

Leikstjórn: María Ellingsen og Magnús Thorlacius

Aðstoðarleikstjóri og dramatúrg: Eyja Gunnlaugsdóttir

Búningar og leikmyndahönnun: Íris Ólafsdóttir

Sviðshreyfingar: Sóley Ólafsdóttir

Tónlist og hljóðmynd: Ronja Jóhannsdóttir

Gervi: Ásta Hafþórsdóttir

Aðstoð við framleiðslu: Móheiður Guðmundsdóttir og Ólafur Kristinn Jónsson.

Flytjendur:

Trýni/Snikki/Egeifur: Björk Guðmundsdóttir

Bossi: Fjölnir Gíslason

Hippolíta/Títanía: Heiðdís Hlynsdóttir

Þeseifur/Óberon: Jón Gunnar Vopnfjörð Ingólfsson

Demetríus: Killian G. E. Briansson

Lýsander: Vilberg Andri Pálsson

Helena:Kristín Þorsteinsdóttir

Smiddi: Níels Thibaud Girerd

Belgi: Óskar Snorri Óskarsson

Búkki: Rakel Ýr Stefánsdóttir

Hermía: Sigríður Halla Eiríksdóttir

Álfur: Sóley Ólafsdóttir

Plakat og grafík: Katrín Hersisdóttir

Ljósmyndir: Christopher Lund

Framleiðandi: Silfurskeiðin, leikfélag

Framkvæmdastjórn: Kristín Þorsteinsdóttir og Sigríður Halla Eiríksdóttir

Sérstakar þakkir:

Atli Þráinsson

Auður Björnsdóttir

Björn Orri Eiríksson

Dóra Bjarkadóttir

Eimskip

Eiríkur Kristinsson

Elís Gíslason

Eykt

Hólmfríður Hafliðadóttir

Kristinn Óli Haraldsson

Magnús Norddahl

Orri Hauksson

Snorri Freyr Hilmarsson

Sportís

Te og kaffi

Topplagnir

Tóma Rýmið

Tómas J Þorsteinsson

Þorsteinn J.

Þórarinn Eldjárn