Barnasýningar
Barnaverk í Tjarnarbíó leikveturinn 2025-26
Athugið að allar sýningar í Tjarnarbíó hafa stuttan sýningartíma og því mikilvægt að bóka tímanlega!
INNBLÁSTUR
Innblástur er glæný barnasýning sem fjallar um leikgleðina, sköpunarkraftinn og að kannski séu sumar reglur til að brjóta þær. Í sýningunni er lítið tal svo tungumálakunnátta setur engin mörk. Innblástur er leiksýning fyrir börn á öllum aldri sem vilja leika sér.
Frumsýning 28. desember 2025
JÓLAÆVINTÝRIÐ UM ÞORRA OG ÞURU
Skemmtilegustu álfar Íslands snúa aftur með jólaævintýrið sitt!
Álfarnir Þorri og Þura hafa heimsótt þúsundir leikskólabarna með farandssýningum sínum síðan árið 2008, komið fram á ýmsum hátíðum og slógu í gegn með jólaþáttunum Týndu jólin sem sýndir voru á RÚV síðustu jól og þetta eru þriðju jólin sem þau heimsækja gesti í Tjarnarbíó. Þorri og Þura eru bestu vinir og miklir fjörkálfar, en sýningar þeirra einkennast af gleði, vináttu og dillandi skemmtilegri tónlist. Jólaævintýrið minnir okkur á að lítil góðverk geta haft mikil áhrif og kærleikurinn er sterkasta aflið í heiminum.
Frumsýning 7. desember 2025
Jól á Náttfötunum - Gunni og Felix
Þá Gunna og Felix þarf sennilega ekki að kynna fyrir neinum enda hafa þeir glatt börn á öllum aldri í áratugi og verið brennandi í áhuga sínum og ástríðu fyrir barnamenningu. Nú bjóða þeir félagarnir - ásamt Karli Olgeirssyni - börnum og fylgdarfólki á dásamlega jólastund í Tjarnarbíó.
Frumsýning 30. nóvember 2025
HANS OG GRÉTA barnaóperan
Hans og Gréta er án efa vinsælasta barnaópera allra tíma og Kammeróperan setur upp sýninguna í Tjarnarbíó í aðdraganda jólanna eins og hefð er. Óperan er byggð á hinu fræga ævintýri Grimmsbræðra um systkinin Hans og Grétu. Sýningin er aðallega hugsuð fyrir börn og ungmenni en hér er á ferðinni skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Endurfrumsýnt 28. september 2025
Töfraheimurinn Internetið Skólasýning 2026
,,Töfraheimurinn Internetið" er ný og spennandi leið í netöryggismálum á Íslandi.
Þessi skemmtilega og fræðandi leiksýning hjálpar börnum að öðlast innsýn í kosti og galla internetsins og hvernig þau geta best nýtt sér það. Lalli Töframaður leyðir krakkana í gegnum þessa skemmtilegu og fræðandi sýningu
Brúðubíllinn
Brúðuleikhúsið sem hefur fært íslenskum börnum ógleymanlegar stundir frá árinu 1976 snýr aftur!
Í vetur mun Tjarnarbíó bjóða leikhúsgestum upp á stórskemmtilegan og sögulegan viðburð því hinn eini og sanni Brúðubíll mun í fyrsta sinn setja upp heila leiksýningu innan veggja leikhússins. Sýningin sem er full af skemmtilegum lögum, töfrum og gleði, mun nýta alla þá töfra sem leikhúsið hefur uppá að bjóða.
Frumsýnt 22. febrúar 2026
UNGI FESTIVAL
Barna sviðslistahátíðin ,,Ungi” verður á sínum stað í Tjarnarbíó í apríl 2026. Þar er á dagskrá aragrúi sýninga fyrir börn á öllum aldri, sýningar bæði frá Íslandi og erlendis frá. Setjið þessa daga í dagbókina!