Brúðubíllinn
Brúðuleikhúsið sem hefur fært íslenskum börnum ógleymanlegar stundir frá árinu 1976!
Í vetur mun Tjarnarbíó bjóða leikhúsgestum upp á stórskemmtilegan og sögulegan viðburð því hinn eini og sanni Brúðubíll mun í fyrsta sinn setja upp heila leiksýningu innan veggja leikhússins.
Sýningin sem er full af skemmtilegum lögum, töfrum og gleði, mun nýta alla þá töfra sem leikhúsið hefur uppá að bjóða.
Brúðubíllinn hefur skapað ógrynni af skemmtilegum brúðum í gegnum tíðina sem koma munu fram í þessari fallegu sýningu, en Þar ber að nefna skemmtilega trúðinn hann Dúsk, Blárefinn sem alltaf er til vandræða og svo að sjálfsögðu hinn eina og sanna Lilla apa.
Sýningin er ætluð yngstu leikhúsgestunum okkar og er þar af leiðandi hin fullkomna fyrsta leikhúsferð.
Lengd sýningar er 30 min og verður ljós í salnum allan tíman á meðan sýningu stendur.