Leiksýningar
LEIKVERK
Athugið að allar sýningar í Tjarnarbíó hafa stuttan sýningartíma og því mikilvægt að bóka tímanlega!
40.000 FET
Kómískt absúrd-leikverk skrifað af Birtu Sól Guðbrandsdóttur og Aldísi Ósk Davíðsdóttur, þróað út frá frásögnum kvenna úr flugbransanum.
Verið velkomin um borð!
Frumsýnt 22. ágúst 2025
JÓNSMESSUNÆTURDRAUMUR
Djúpt inn í töfraskógi týnast fjórir elskhugar á flótta og flækjast þar inn í stríð konungs og drottningar álfanna ásamt leikhópi handverksmanna sem á sér einskis ills von. Tunglsljósið og döggin í bland við hugvíkkandi töfrasafa álfana snúa öllu á hvolf þessa örlagaríku Jónsmessunótt.
Frumsýnt 26. september 2025
KOSMÍSKT SKÍTAMIX
Verkið Kosmískt skítamix er ferðasaga vinkvenna og vinnufélaga í gegnum örmögnun og þá ómögulegu vinnu að skapa listaverk sem bjargar heiminum. Verkið er saga Hljómsveitarinnar Evu sem einu sinni var ‘up and coming’ framúrstefnu hljómsveit og sviðslistahópur en þarf nú að horfast í augu við raunveruleikann; andleg veikindi, dauðann, adhd greiningar, snemmbúið breytingaskeið og þá staðreynd að þær hafa ekki samið nýtt lag í fimm ár.
Frumsýnt 17. október 2025
BÚSTAÐURINN
Ljúfsár íslenskur fáránleikafarsi sem kitlar hláturtaugar áhorfenda en varpar samtímis upp áleitnum spurningum um samfélag okkar.
Um er að ræða fimmtu sýningu sem atvinnuleikhópurinn Svipir setur á svið en sú síðasta var barnaleikritið Hollvættir á heiði sem hlaut Grímuverðlaun sem Barnasýning ársins 2024.
Frumsýnt 8. janúar 2026
MERGUR
Við búum ekki ein hérna. Líkaminn, með öll sín fjöll og dali, er líka fósturjörð rykmauranna og sveppagrósins. Upp í hann skýst stíll eins og raketta, um hann þýtur flasa, hvína vindar, flæða vessar.
Frumsýning 23. janúar 2026
HEILSUGÆSLAN
Hápólitískur gamanleikur eftir lækni. Heilsugæslan er staðurinn þar sem allt hefst, leysist, flækist eða byrjar að velkjast um í kerfinu. Gamanleikararnir Elfar Logi Hannesson og Rakel Björk Björnsdóttir bregða sér í fjölmörg hlutverk sem byggja á stundum sprenghlægilegum og stundum ískyggilegum raunveruleika.
Frumsýnt 12. mars 2026
ÉG JÓHANNA
,,Þeir halda í alvörunni að ég þekki ekki stríð? Því eins og, eins og er það ekki satt að vera fætt í kvenlíkama, þýðir það ekki í þessum karlmannaheimi stríð upp á hvern dag?’’
Í hringiðu óendanlegs stríðs stígur ung fátæk hetja fram í guðdómlegri uppreisn gegn kynjatvíhyggjunni, ríkjandi valdastrúktúr og íhaldinu. Dansið og fagnið með okkur með opin hjörtu og háværar raddir er við enduruppgötvun sögu Jóhönnu af Örk. Hún er rafmögnuð, hinsegin og fullt af von.
Frumsýnt 10. apríl 2026
EGGIÐ
Þegar fólk lítur á samskipti sem leik til að sigra, þá tapa allir.
Fyrsta næturpössunin er í höfn, Ólína hefur sett kassa af pouilly-fuissé í kælinn (fumé er viðbjóður) og eiginmaðurinn Hugi var að selja sprotafyrirtækið. Því ber að fagna. En Stella vinkona, kasólétt á kantinum, leit við og treystir sér hreinlega ekki til að fara, sem kann að klúðra kvöldinu og lífi þeirra hjóna.
Frumsýnt 14. maí 2026
ÁFRAMHALDANDI SÝNINGAR
KAFTEINN FRÁBÆR
Magnús ætlaði aldrei að verða pabbi. Það bara gerðist einhvern veginn. Hann ætlaði heldur ekkert endilega að verða ofurhetjan Kafteinn Frábær, en stundum þarf maður að bulla sögur þegar börnin manns vilja ekki fara að sofa. En á einhverjum tímapunkti gefa sögurnar sig og raunveruleikinn ryðst inn...
Kafteinn Frábær er einleikur um föðurhlutverkið, karlmennsku, sorg, missi og (auðvitað) ofurhetjur.
Sýnt aftur í september 2025