Tilboð mánaðarins

Annan þriðjudag í hverjum mánuði verður boðið upp á uppáhaldsverk bransafólks úr íslenska leikhúsheiminum. Æfðir leiklestrar undir listrænni stjórn Gígju Hilmarsdóttur og Önnu Maríu Tómasdóttur munu færa áhorfendum nýja og gamla harmleiki, gamanleiki og önnur verk.