Tilboð mánaðarins
Tilboð mánaðarins er leiklestrarröð þar sem fyrsta þriðjudag hvers mánaðar eru fluttir æfðir leiklestrar af okkar skemmtilegasta bransafólki. Í hverjum mánuði bjóða listrænir stjórnendur, Anna María Tómasdóttir og Gígja Hilmarsdóttir, valinkunnu sviðslistafólki til að velja með sér leikrit til lestrar - nýtt verk, nýtt fólk, nýtt tilboð mánaðarins - alltaf brakandi ferskt. Leiklestrarnir eru einnig í samvinnu við Leikminjasafn, Sigríður Jónsdóttir sérfræðingur við safnið tekur þátt í umræðum eftir lesturinn og deilir sögulegum gögnum um fyrri sýningar með áhorfendum. Tilboð sem þú getur ekki hafnað!
