40.000 FET
Velkomin um borð, konur og karlar.Við viljum vinsamlegast biðja ykkur um að festa sætisbeltin ykkar fyrir flugtak.Homo sapiens mæta stríðum í sad-beige forréttinda heimilum sínumSaltaður próteindrykkur, hvað ertu tilbúin að á þig leggja til að upplifa alsælu kvenleikans? Járn útferð og brjóstamjólk, dýrslegt kynlíf og brasilískt vax. Á bakvið hvern eðal karlmann stendur eðal kona. Engar áhyggjur, þetta er bara örlítill skruðningur.
40.000 FET er kómískt leikverk skrifað af Birtu Sól Guðbrandsdóttur og Aldísi Ósk Davíðsdóttur, þróað út frá frásögnum kvenna, bæði úr flugbransanum og einnig frásögnum og upplifunum kvenna á Íslandi. Verkið samanstendur af líkamlegum tjáningu texta þar sem unnið er mikið með kómískar tímasetningar og líkamsburði Absúrd Leikans. Þeir faktorar ásamt notkun frumsamdra hljóð brellna setja sterkan tón fyrir heiminn og upplifun áhorfandans sem okkur hefur tekist að skapa. Undirtónn verksins grefur djúpt í pælingar um kynhlutverk, valdakerfi og stöður og hvað það þýðir að vera ung kona í nútíma íslensku samfélagi. Hvað raunverulega býr undir grímunni?
Þeir sem koma að verkinu eru Birta Sól Guðbrandsdóttir, Aldís Ósk Davíðsdóttir og Benóný Arnórsson.
Tónlist og hljóðvinnsla: Iðunn Gígja Kristjánsdóttir
Leikstjóri: Arnór Benónýsson. Aðstoðarleikstjórar: Aldís Ósk Davíðsdóttir og Birta Sól Guðbrandsdóttir