Segðu þína sögu

Segðu þína sögu

-Opinn frásagnarviðburður í Tjarnarbíó.

Hvað gerist þegar fólk stígur á svið með eigin sögu að vopni?

Í Sögustund: Segðu þína sögu færðu að upplifa töfra frásagnarlistarinnar í nærandi og hlýlegu

andrúmslofti.

Þátttakendur námskeiðsins Segðu þína sögu munu stíga á svið og segja sögur úr eigin lífi – sögur

sem eru einlægar, fyndnar, óvæntar og hreyfa við hjartanu.

Þetta er einstakt tækifæri til að heyra nýjar raddir, sjá hugrekki í verki og kynnast fjölbreyttum

sjónarhornum sem minna okkur á að í hverri manneskju býr saga sem vert er að segja – og heyra.

✨ Einn viðburður, margar sögur, ógleymanleg kvöldstund. ✨