Heilsugæslan
Heilsugæslan er hápólitískur gamanleikur eftir lækni þar sem tveir leikarar, Elfar Logi og Rakel Björk Björnsdóttir, bregða sér í öll hlutverk hvort heldur það eru læknar eða viðskiptavinir, mishressir sjúklingar. Fáir hafa enga skoðun á heilbrigðiskerfinu. Margir telja það bákn en enginn vill þó án þess vera. Heilsugæslan er fyrsti viðkomustaðurinn, þar hefjast hlutirnir, leysast, velkjast eða flækjast.
Leikarar: Elfar Logi Hannesson, Rakel Björk Björnsdóttir
Höfundur/Tónlist/Leikstjórn: Lýður Árnason
Búningar: Sunnefa Elfarsdóttir
Leikmynd: Marsibil G. Kristjánsdóttir
Lýsing/Hljóðvinnsla: Sigurvald Ívar Helgason
Framleiðandi: Kómedíuleikhúsið, Íris Sveinsdóttir, Í einni sæng