Ástin í lífi Leonard Cohen

Leonard Cohen eyddi lífinu í að leita að ástinni, en hver var stóra ástin í lífi hans? Kvöldstund með tali og tónum um lífið og listina en þó fyrst og fremst ástina, allt flutt á íslensku af Vali Gunnarssyni og Regnúlpunum, sem samanstanda af honum Agli Viðarssyni og Elvari Geir Sævarssyni.