Ég, Jóhanna
,,Þeir halda í alvörunni að ég þekki ekki stríð? Því eins og, er það ekki satt að vera fætt í kvenlíkama, þýðir það ekki í þessum karlmannaheimi stríð upp á hvern dag? Og síðan, að vera fætt sem stúlka en vera það ekki? Það er borgarastyrjöld. Blóðug og grimm.''
Ég, Jóhanna er kraftmikil og persónuleg uppreisn gegn kynjatvíhyggjunni þar sem saga Jóhönnu af Örk er sögð á nýjan og ógleymanlegan hátt. Hán er rafmagnað, kynsegin og fullt af von. Ég, Jóhanna er fögnuður. Ég, Jóhanna er bylting.
Ég Jóhanna (I, Joan) var sýnt í Shakespeare's Globe í Bretlandi árið 2022 við miklar vinsældir. Charlie Josephine er verðlauna leikskáld en hán hlaut fern verðlaun fyrir verk sitt Bitch Boxer á árunum 2012-2014.
Höfundur: Charlie Josephine
Þýðing: Valgeir Skagfjörð
Leikstjórn: Aron Martin Ásgerðarson
Dramatúrg: Eva Halldóra Guðmundsdóttir
Tónlist: Ronja Jóhannsdóttir
Leikmynd og búningar: Sara Hjördís Blöndal
Sviðshreyfingar: Rebecca Hidalgo
Sviðsbardagahreyfingar: Lauren Dwyer
Lýsing: Juliette Louste
Framleiðsla: Stefán Ingvar Vigfússon
Plakat: Brynja Sigurðardóttir
Ljósmynd á plakati: Eva Rut
Leikarar: Elísabet Skagfjörð, Fannar Arnarsson, Albert Halldórsson, Jónmundur Grétarsson, Elva María Birgisdóttir, Ari Ísfeld Óskarsson, Fjölnir Gíslason, Hlynur Þorsteinsson, Gógó Starr, Cristina Agueda, Olga Maggý Winther, Aron Daði Ichihashi Jónsson.