Umsókn um samstarfsverkefni

BÚIÐ ER AÐ OPNA FYRIR UMSÓKNIR LEIKÁRIÐ 2026/2027

UMSÓKNIR SVIÐSLISTAVERKEFNA (English below)

Opið fyrir umsóknir til 1. febrúar 2026

Öll sviðsverk koma til greina. Allt frá einleik eða uppstandi, upp í risastórar sirkússýningar eða söngleiki. Þau verk sem verða fyrir valinu mynda saman leikárið 26/27 í Tjarnarbíói og fá þar af leiðandi aðgang að ókeypis skrifstofu, æfingatíma á sviði, stuðningi í markaðs- og tæknimálum, faglegri ráðgjöf ásamt hlutdeild í miðasölu viðkomandi sýningar.

Umsóknin skal innihalda stutta greinagerð um verkefnið, umfang sýningar, lista yfir þátttakendur, fjárhagsáætlun, framkvæmdaáætlun og ferilskrá umsækjenda. Umsóknin og allt efni sem þeim viðkemur skal safna í eina pdf-skrá merkta umsokn_2026_[nafn verkefnis] og senda á umsokn@tjarnarbio.is

Einnig auglýsir Tjarnarbíó eftir listafólki eða hópum sem þurfa skrifstofu til að þróa verkefni sín. Umsókn fyrir þróunarvinnu skal innihalda stutta lýsingu á því verkefni sem áætlað er að unnið verði ásamt ferilskrá umsækjenda.

Stjórn Menningarfélags Tjarnarbíós velur úr umsóknum í samráði við leikhússtjóra samkvæmt valferlisreglum. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 1. febrúar 2026 og umsóknum verður svarað ekki seinna en mánuði síðar. 

___________________________________________________________________________


Starfsreglur leikhússtjóra og stjórnar MTB um það hvernig staðið skal að vali á verkefnum inn í Tjarnarbíó:

Markmiðið með þessum reglum er að allir sitji við sama borð þegar kemur að umsóknum óháð tengslum, venslum eða völdum. Stjórn og leikhússtjóri leggja við drengskap sinn að vinna heiðarlega og faglega, þannig að heildarhagsmunir sjálfstæðra sviðslista til framtíðar séu alltaf í fyrirrúmi.

Ef að umsókn er á vegum stjórnarmanna eða leikhússtjóra hafa þeir ekki ákvörunarvald en varamaður í stjórn MTB skal taka ákvörðun í þeirra stað. Eins ef stjórnarmaður eða leikhússtjóri telja sig af öðrum sökum vanhæfa.

Ef þannig vill til að fleiri en einn stjórnarmaður eiga þátt í umsókn eða telja sig vanhæfa skal næst leita til áheyrnarfulltrúa SL í stjórn MTB, þá næst leikhússtjóra Tjarnarbíós, svo tæknistjóra Tjarnarbíós og að lokum sviðsstjóra MTB.

Séu meirihluti stjórnar sammála um að innan okkar raða séum við ekki fær um að dæma verkefni á faglegum forsendum er sjálfsagt að skipa fjögurra manna nefnd til að meta umsókn. Minnst fjórir aðilar skulu meta hvert verkefni. Leikhússtjóri ber ábyrgð á því að kynna sér og leggja fyrir stjórn þau gögn sem þarf til að meta hverja umsókn viku fyrir fund.

Leikhússtjóri hefur heimild til að setja sig í samband við listamenn og hópa sem hann telur að gætu sómt sér vel í Tjarnarbíói, en endanleg ákvörðun á vali er alltaf í höndum stjórnar samkvæmt þessum starfsreglum. Leikhússtjóri hefur frelsi til að skipa dagskrá utan aðalrýmis. Hann skal vinna eftir gildum og markmiðum Tjarnarbíós og fara eftir valferlisreglum.

Mat á umsóknum hópa og listamanna sem vilja setja upp verkefni í Tjarnarbíói:

Þessar valferlisreglur eru hafðar til hliðsjónar hvort heldur um ræðir mat á umsóknum hópa sem sækja um sérsamning (1-4 vikur í æfingatíma á sviði frítt og hagstæð skipti á miðasölu) eða listamanna og hópa sem sækja um á öðrum forsendum (vika eða minna í æfingar, föst lágmarksupphæð per sýningu og skipting á miðasölu eftir það).


Verkefni fá einkunn á skalanum 1-10 fyrir hvert og eitt eftirtalinna atriða:

10% – Er umsóknaraðili í SL? Já/nei (félagar í SL hafa forgang) Nei 0 stig já 10 stig.

5% – Hvert er nýnæmi verkefnisins í íslensku sviðslistaumhverfi?

10% – Er framkvæmdaráætlun verkefnisins skýr og raunhæf?

10% – Er verkefnið líklegt til að auka hróður Tjarnarbíós og sjálfstæða geirans?

10% – Má gera ráð fyrir því að verkefnið dragi að nýja áhorfendur?

10% – Hvernig passar verkefnið inn í efnisskrá Tjarnarbíós með tilliti til fjölbreytileika hennar í heild?

15% – Er kostnaðaráætlun verkefnisins raunhæf og inniheldur hún raunhæfa markaðs- og

kynningaráætlun?

10% – Hafa forsvarsmenn verkefnisins bakgrunn, menntun og/eða reynslu sem ætti að verða til þess að raunhæft sé að ætla að þeir nái markmiðum sínum listrænt og fjárhagslega?

5% – Fá listamenn og aðrir sem að verkefninu standa greitt fyrir vinnu sína?

10% – Er verkefnið líklegt til að fá góða aðsókn?

5% – Á verkefnið erindi við samfélagið?

Open call for performances

Open until february 1st 2026

All stage works are eligible. This includes everything from solo performances or stand-up comedy to large-scale circus productions or musicals. The works selected will together form the 2026/27 season at Tjarnarbíó and will therefore be granted access to a free office, rehearsal time on stage, support in marketing and technical matters, professional consultancy, as well as a share of ticket sales for the respective production.

The application must include a short project description, the scope of the production, a list of participants, a budget, a production schedule, and the applicants’ CVs. The application and all related materials must be compiled into a single PDF file labeled umsokn_2026_[project name] and sent to umsokn@tjarnarbio.is.

Tjarnarbíó also invites applications from artists or groups who require office space to develop their projects. Applications for development work must include a short description of the project to be developed, along with the applicants’ CVs.

The Board of Menningarfélag Tjarnarbíós selects projects in consultation with the Artistic Director, in accordance with the established selection procedures. The application deadline is midnight on February 1st, 2026, and applicants will be notified no later than one month thereafter.


Rules of Procedure for the Artistic Director and the Board of MTB Regarding Project Selection at Tjarnarbíó

The purpose of these rules is to ensure that all applicants are treated equally, regardless of connections, relationships, or influence. The Board and the Artistic Director pledge to act with integrity and professionalism, always prioritizing the long-term collective interests of the independent performing arts sector.

If an application is submitted by a board member or the Artistic Director, that individual shall not have decision-making authority; instead, an alternate board member of MTB shall decide in their place. The same applies if a board member or the Artistic Director considers themselves disqualified for other reasons.

If more than one board member is involved in an application or considers themselves disqualified, the matter shall next be referred to the SL observer representative on the MTB board, followed by the Managing Director of Tjarnarbíó, then the Technical Director of Tjarnarbíó, and finally the Stage Manager of MTB.

If a majority of the Board agrees that no one within its ranks is able to evaluate a project on professional grounds, a four-member committee shall be appointed to assess the application. At least four individuals must evaluate each project. The Artistic Director is responsible for reviewing all relevant materials and presenting them to the Board no later than one week prior to the meeting.

The Artistic Director is authorized to contact artists and groups whom they believe may be well suited to Tjarnarbíó; however, final decisions regarding project selection always rest with the Board in accordance with these rules. The Artistic Director has freedom to curate programming outside the main venue. They shall operate in accordance with the values and objectives of Tjarnarbíó and adhere to the selection procedures.


Evaluation of Applications from Artists and Groups Seeking to Present Work at Tjarnarbíó

These selection criteria apply both to applications from groups seeking a special agreement (1–4 weeks of free on-stage rehearsal time and favorable ticket revenue sharing) and to artists and groups applying under other terms (one week or less of rehearsal time, a fixed minimum fee per performance, followed by a ticket revenue split).

Projects are scored on a scale of 1–10 for each of the following criteria:

10% – Is the applicant a member of SL? Yes/No
(Members of SL are given priority: No = 0 points, Yes = 10 points)

5% – How innovative is the project within the Icelandic performing arts landscape?

10% – Is the project’s production plan clear and realistic?

10% – Is the project likely to enhance the reputation of Tjarnarbíó and the independent sector?

10% – Is the project likely to attract new audiences?

10% – How well does the project fit into Tjarnarbíó’s overall program, with regard to diversity?

15% – Is the project’s budget realistic, and does it include a feasible marketing and promotional plan?

10% – Do the project’s representatives have the background, education, and/or experience that makes it reasonable to expect they will achieve their artistic and financial goals?

5% – Are the artists and others involved in the project paid for their work?

10% – Is the project likely to receive strong audience attendance?

5% – Does the project have relevance to society?