Grín

Athugið að allar sýningar í Tjarnarbíó hafa stuttan sýningartíma og því mikilvægt að bóka tímanlega

HUGLEIKUR DAGSSON er kominn heim með glænýtt uppistand! 

Í þessu uppistandi tekur Hugleikur fyrir “allskonar eitthvað fyndið” og svo býður hann uppistöndurnum úr bransanum að hita upp fyrir sig á hverri sýningu. Hann verður með takmarkaðan fjölda sýninga, svo ekki láta þetta geggjaða uppistand framhjá þér fara.  Frumsýning verður 7.september 2023.


KVÖLDSTUND MEÐ KANARÍ

Kanarí hópurinn kemur með glænýja og drepfyndna sketsa-sýningu í Tjarnarbíó eftir röð uppseldra sýninga í Þjóðleikhúsinu og tvær þáttaraðir á RÚV.  Frumsýning verður 29.september 2023.

ARI ELDJÁRN - TILRAUNAUPPISTAND

Ari okkar kemur aftur í Tjarnarbíó og pakkfyllir allar sýningar, meira að segja þegar hann er bara að gera tilraunir og prófa áfram nýtt efni. Ekki missa af kvöldstund þessum einstaka uppistandara.

INGA STEINUNN - ALLT Í GÓÐU LAGI

Inga Steinunn er ungur og upprennandi uppistandari. Hún hefur gert frábæra hluti með spunahópnum Improv Ísland og hefur sýnt vikulega með þeim síðustu þrjú ár í Þjóleikhúskjallaranum. Hún hefur einnig skrifað og leikið í sketsaþáttunum Viðundur sem voru frumsýndir í Bíó Paradís.

BOLLI MÁR

Bolli kemur aftur í Tjarnarbíó í haust! Hann kom, sá og sigraði með uppsitandssýningu sína ,,Hæfilegur” síðasta vor og seldi upp hverja einustu sýningu. Við erum svo spennt að fá hann aftur í hús með nýtt efni. Frumsýning verður 3.nóvember 2023.

TEDDI LEBIG - ÚR EINU Í ANNAÐ

Það eru rúm tuttugu ár síðan Teddi tróð fyrst upp með uppistandi. Síðan þá hefur sjálfsefi og almennt framtaksleysi valdið því að hann hefur ekki stigið oft á svið. En nú er komið að því að hann ætlar að láta sig hafa það. Á klukkutíma mun hann tækla sjálfsefann, lýsa yfir ást sinni á Noregi, ræða barneignir, raunir hávaxinna, Spánarferðir, þarmaflóru sína, Íslendingabók og ættfræði ásamt því að reyna að greina það af hverju sveitapiltur með þann draum heitastan um að verða bóndi endaði sem lattelepjandi Vesturbæingur.