Sala áskriftarkorta er enn í gangi!

Sala áskriftarkorta Tjarnarbíós fyrir leikárið 2020 / 2021 er enn í gangi. Með áskriftarkorti tryggirðu þér okkar allra besta verð og færð að velja sæti á undan öðrum.
SÝNINGAKORT veitir 30% afslátt á að lágmarki þrjár sýningar, en hægt er að velja fleiri. Auk þess veitir kortið 20% afslátt hér á Tjarnarbarnum.
UNGMENNAKORT er ætlað leikhúsgestum 25 ára og yngri. Kortið veitir 50% afslátt á að lágmarki þrjár sýningar, en hægt er að velja fleiri. Auk þess veitir kortið 20% afslátt hér á Tjarnarbarnum.
Tryggðu þér áskriftarkort og settu saman þitt leikár á besta verðinu.
Framundan á leikárinu
Dagatal Tjarnarbíós
Tjarnarbarinn
Á Tjarnarbarnum má finna dásamlega súpu, grillaðar samlokur, ilmandi kaffi og kruðerí. Á kvöldin breytist kaffihúsið í huggulegan leikhúsbar.
Menningarkort
Hér í Tjarnarbíói njóta handhafar menningarkorts Reykjavíkur 20% afslátt af sýningum leikársins. Framvísa þarf kortinu í miðasölu til að njóta afsláttarkjara.
Leikárið
Leikárið í Tjarnarbíói er metnaðarfullt að vanda. Í vetur erum við fjölbreytt og skemmtileg, barnvæn og brosandi, hárbeitt og ögrandi en umfram allt sjálfstæð og skapandi.
Pennavinir
Okkur í Tjarnarbíói þykir vænt um pennavini okkar. Þess vegna sendum við reglulega tölvupóst með tilboðum á sýningar og fleira skemmtilegt.