Um okkur

UM OKKUR

Tjarnarbíó er leikhús/viðburðarhús við tjörnina í Reykjavík.

Við erum óhagnaðardrifið leikhús, styrkt af Reykjavíkurborg til að hýsa sjálfstæða atvinnu sviðslistahópa og sviðslistafólk. 

Það er okkur hjartans mál að sem flestir finni eitthvað í leikhúsinu við hæfi, á íslensku eða öðrum tungumálum og að miðaverð sé haldið i lágmarki svo sem flestir hafi efni til að njóta sviðslista.

Hægt er að leigja Tjarnarbíó fyrir viðburði, bæði stóra eða litla sviðið eða bæði. Til að fá verð og bóka leigu, vinsamlega hafið samband við snaebjorn@tjarnarbio.is

Hjólastólaaðgengi er gott bæði fyrir gesti og fyrir listamenn í húsinu.

Í Tjarnarbíó eru að jafnaði 4-7 viðburðir í viku. 

Leikárið hefst í lok ágúst og lýkur í lok júní. 


Tjarnarbíó er með stórt svið þar sem komast 180 manns í sæti.

Hægt er að draga inn fyrstu 50 sætin til að búa til stærra svið en þá komast aðeins um 130 manns í sæti. Allan tækjabúnað hússins má finna á heimasíðunni okkar.

Við erum með eitt lítið svið á kaffihúsinu okkar sem hentar fyrir smærri viðburði eins og ,,stand up”, fyrirlestra, fundi, improv,  kabarett sýningar, lágstemmda tónleika og þvíumlíkt. Aðeins er hægt að vera með viðburði á litla sviðinu á daginn, eftirmiðdaginn eða þau kvöld þegar ekki eru sýningar á stóra sviðinu. Hægt er að rúma um 60 manns í sæti fyrir litla sviðið.


Í febrúar hvert ár geta atvinnu sviðslistahópar/fólk sótt um að vera með verk á dagskrá næsta leikárs. Stjórn Menningarfélags Tjarnarbíó ásamt leikhússtjóra og starfsfólk hússins fer yfir allar umsóknir og velur á leikárið. Allar reglur um umsóknarferlið má finna á heimasíðunni.


Í Tjarnarbíó starfar leikhússtjóri, framkvæmda/markarðsstjóri, framhús/miðasölustjóri og að endingu sviðsstjóri og tæknistjóri í hálfu starfi. Svo starfar hópur skemmtilegra einstaklinga hjá okkur á kvöldin og um helgar. Til að sækja um vinnu má hafa beint samband á sara@tjarnarbio.is.

Netföng og símanúmer starfsfólks má finna á heimasíðunni okkar undir ,,starfsfólk"