Barnasýningar

Barnaverk í Tjarnarbíó leikveturinn 2023-24

Athugið að allar sýningar í Tjarnarbíó hafa stuttan sýningartíma og því mikilvægt að bóka tímanlega

JÓLAÆVINTÝRIÐ UM ÞORRA OG ÞURU

Skemmtilegustu álfar Íslands snúa aftur með jólaævintýrið sitt!

Álfarnir Þorri og Þura hafa heimsótt þúsundir leikskólabarna með farandssýningum sínum síðan árið 2008, komið fram á ýmsum hátíðum og slógu í gegn með jólaþáttunum Týndu jólin sem sýndir voru á RÚV síðustu jól og þetta eru þriðju jólin sem þau heimsækja gesti í Tjarnarbíó. Þorri og Þura eru bestu vinir og miklir fjörkálfar, en sýningar þeirra einkennast af gleði, vináttu og dillandi skemmtilegri tónlist. Jólaævintýrið minnir okkur á að lítil góðverk geta haft mikil áhrif og kærleikurinn er sterkasta aflið í heiminum.

Frumsýning 25.nóv 2023

HANS OG GRÉTA barnaóperan

Hans og Gréta er án efa vinsælasta barnaópera allra tíma og Kammeróperan setur upp sýninguna í Tjarnarbíó í aðdraganda jólanna eins og hefð er. Óperan er byggð á hinu fræga ævintýri Grimmsbræðra um systkinin Hans og Grétu. Sýningin er aðallega hugsuð fyrir börn og ungmenni en hér er á ferðinni skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Frumsýning 2.desember 2023

ÉG HEITI STEINN

Hvernig lifir lítill steinn af í heimi grjóts og bergs?

,,Ég heiti Steinn” er sýning án orða og því aðgengileg öllum, óháð tungumáli. Verkið er ævintýrasaga Steins, litla hugrakka steinsins sem lærir að með því að þora að taka skrefið og opna sig öðrum steinum, þarf hann ekki að vera einn. Verkið ber fallegan boðskap um virðingu, samúð, vináttu og traust og er ein klukkustund að lengd. Sýningin var frumsýnd í Frystiklefanum á Rifi og hlaut mjög góðar undirtektir.

Frumsýning 14.janúar 2024

UNGI FESTIVAL

Barna sviðslistahátíðin ,,Ungi” verður á sínum stað í Tjarnarbíó dagana 23.-28.apríl 2024. Þar er á dagskrá aragrúi sýninga fyrir börn á öllum aldri, sýningar bæði frá Íslandi og erlendis frá. Setjið þessa daga í dagbókina!