Sund

SUND er glænýtt skemmtilegt leikverk sem fjallar um sundmenningu okkar Íslendinga.

Á sviðinu er sundlaug og leikarar og dansarar bregða sér í hlutverk sundgesta sem synda kílómeter í hádeginu, hlera samtöl annarra í pottinum, elta sólina, sprikla í kvöldsundi, skella sér í gufuna og kalda pottinn. Sundlaugar eru musteri okkar Íslendinga og nú loksins fær laugin sjálf að bregða sér á fjalir leikhússins.

ATHUGIÐ AÐ ÖLL SVIÐSVERK ERU SÝND Í STUTTAN TÍMA Í TJARNARBÍÓ

Birnir Jón Sigurðsson, leikstjóri verksins og höfundur í samstarfi við leikhópinn, hefur verið iðinn í íslensku leikhúsi undanfarin ár og má þar meðal annars nefna Kartöflur sem tilnefnt var sem leikrit ársins á Grímunni árið 2020 og er hann sitjandi leikskáld Borgarleikhússins. Birnir hefur í verkum sínum leikgleði og sjónræna þáttinn í forgrunni og SUND er þar engin undantekning. SUND er gríðarlega metnaðarfull uppsetning þar sem leikmyndin leikur aðalhlutverk og er sýningin samin inn í hana. Á sviði er sundlaug sem hönnuð er af Kristni Arnari Sigurðssyni (Krassasig) og í henni 3000 lítrar af vatni. Flytjendur verksins er fimm manna hópur af okkar mest spennandi sviðslistafólki, grímuverðlaunahafinn Friðrik Margrétar-Guðmundsson sér um tónlist og hljóðmynd og grímuverðlaunahafinn Andrean Sigurgeirsson stýrir kóreógrafíu í samstarfi við hópinn.   

Höfundur: Birnir Jón Sigurðsson í samstarfi við leikhópinn

Leikstjóri: Birnir Jón Sigurðsson
Tónskáld: Friðrik Margrétar-Guðmundsson

Sviðshreyfingar: Andrean Sigurgeirsson í samstarfi við leikhópunn
Leikmynd- og búningar: Kristinn Arnar Sigurðsson
Ljósahönnuður: Fjölnir Gíslason
Framleiðandi: Kara Hergils, MurMur Productions
Flytjendur:
Andrean Sigurgeirsson
Erna Guðrún Fritzdóttir
Eygló Hilmarsdóttir
Friðrik Margrétar-Guðmundsson
Kjartan Darri Kristjánsson
Þórey Birgisdóttir

Verkefnið er styrkt af Sviðslistasjóði