Nótur um nótt

Frá upphafi hefur nóttin með sínar óteljandi skuggahliðar veitt óþrjótandi innblástur. Einmanaleikinn sem gerir vart um sig um miðnætti, óttinn um að ástin muni ekki lifa nóttina af eða eftirvænting fyrir því hvað nóttin gæti haft í för með sér hefur verið mörgum yrkisefni. Fyrir sumum er nóttin kyrrlát næðisstund til íhugunar. Fyrir öðrum bergmálar óumflýjanlegur hverfulleiki nýfundinnar ástar. Nóttin, full af sinni dulmögnuðu og töfrandi orku rennur ávallt sitt skeið.

En myrkrið veitir frelsi, vekur spennu og eftirvæntingu. Þögnin opinberar sannleika sem við þorum vart að hvísla og leyndarmál sem við vildum helst gleyma. Spurningar sem ná aldrei út fyrir varir okkar: Viltu dansa? Er þetta ást? Viltu vera áfram hjá mér?

Upplifðu litróf næturinnar með okkur í gegnum tónlist á borð við Quiet now eftir Bill Evans, The shadow of your smile eftir Johnny Mandel, ‘Round Midnight eftir Thelonious Monk, Moon river eftir Henry Mancini úr myndinni Breakfast at Tiffany’s og fleiri seiðandi lög.

Þátttakendur

Rannveig Káradóttir sópran

Peter Aisher söngvari og píanisti

Haraldur Ægir Guðmundsson kontrabassaleikari