Nátttröllið Yrsa- einmana á jólanótt
Skemmtilegt og hugljúft jólaleikrit!
Nátttröllið Yrsa sér fram á einmanalega jólahátíð þar sem foreldrar hennar og systkini eru öll orðin að steini. Hún tekur á það ráð að fanga lítinn skógarþröst og læsa hann inni í helli sínum svo hún hafi félagsskap yfir jólin. Skógarþrösturinn er á öðru máli og hjálpar henni að sjá hlutina í nýju ljósi. Þetta er hjartnæm saga um einmana tröll sem þarf að læra að setja sig í spor annarra og hver veit, kannski eignast hún vin í leiðinni?
Sagan af Yrsu hefur ríkan boðskap sem á sannarlega erindi við börnin okkar. Fullkomin aðventusaga; einlæg, falleg og sorgleg á stundum en húmorinn og sprellið eru aldrei langt undan! Sýningin er 25 mínútur að lengd og stútfull af söng, leik og dansi.
Ellen Margrét Bæhrenz og Helgi Grímur Hermannsson fara með hlutverk Yrsu og skógarþrastarins.