Kannibalen

Kannibalen er nýtt danskt verðlaunaverk eftir Johannes Lilleøre byggt á

sannsögulegum atburðum.

Armin Meiwes virðist á yfirborðinu nokkuð venjulegur maður. Hann starfar sem tölvunarfræðingur og slær garð nágranna sinna á sumrin. Armin á sér þó lítið leyndarmál og leitar að einhverjum sem getur hjálpað honum að láta draum sinn rætast: Að éta aðra manneskju. 

Í ársbyrjun 2001 kemst hann í samband við Bernd-Jürgen, ungan verkfræðing frá Berlín. Eftir nokkurra mánaða spjall ákveða þeir að hittast. Bernd-Jürgen á sér nefnilega líka eina ósk. Hann vill vera étinn af annari manneskju.

Kannibalen er í senn harmræn ástarsaga og óþægileg hrollvekja, einstakt leikrit um dýpstu kima manneskjunnar. Verkið var frumflutt árið 2022 í Det Kongelige Teater og í kjölfarið valið leikrit ársins á dönsku sviðslistaverðlaununum.

Varúð: Í sýningunni er fjallað um gróft ofbeldi.

Höfundur: Johannes Lilleøre

Leikstjórn: Adolf Smári Unnarsson

Leikarar: Fjölnir Gíslason og Jökull Smári Jakobsson

Ljósahönnun og tæknilegar útfærslur: Magnús Thorlacius.

Tónlist: Ronja Jóhannsdóttir.

Búningahönnuður: Júlía Gunnarsdóttir.

Þýðing: Adolf Smári Unnarsson og Júlía Gunnarsdóttir

Ljósmyndir og plakat: Hörður Sveinsson

Grafísk hönnun: Einar Hrafn Stefánsson

ATHUGIÐ AÐ ÖLL SVIÐSVERK ERU SÝND Í STUTTAN TÍMA Í TJARNARBÍÓ