Inga Steinunn- Allt í góðu lagi

Uppistandið Allt í lagi var unnið í sumar í Skapandi sumarstörfum í Kópavogi og þetta er frumraun Ingu í uppistandi. Umfjöllunarefnið er allt frá dagbókafærslum frá unglingsárunum, hvaða vinnur hundar geta unnið og jafnvægið milli þess að vinna sem sjálfstætt starfandi listakona eftir hádegi og á Sorpu fyrir hádegi. 

Inga Steinunn er ungur og upprennandi uppistandari. Hún er í spunahópnum Improv Ísland og hefur sýnt vikulega með þeim síðustu þrjú ár í Þjóleikhúskjallaranum. Hún hefur einnig skrifað og leikið í sketsaþáttunum Viðundur sem voru frumsýndir í Bíó Paradís.