Ífigenía í Ásbrú
„Þú þarft ekki ljósmóður til þess að fylgja þér. Í versta falli eru sjúkraliðarnir full þjálfaðir, svo að – Og ég veit að ég ætti að mótmæla. Ég veit að ég ætti að gera það. En sársaukinn. Ég get ekki talað. Og það er enginn til þess að tala fyrir mig þannig...“
Ífígenía í Ásbrú (Iphigenia in Splott) er verðlaunaverk sem hefur farið í sigurför um heiminn. Leikritið fjallar um Ífí, stelpuna sem þú tekur sveig framhjá þegar þú mætir henni hauslausri fyrir hádegi. En það sem þú veist ekki er að þú stendur í ævilangri þakkarskuld við hana. Og nú er komið að skuldadögum.