Harmony
HARMONY // English below // FREE EVENT
Eftir Ernesto Camilo Valdes og Forward
Harmony er dansverk sem speglar skynjunina, innsæið, næmnina og samvinnuna sem á sér stað á milli alls í náttúrunni. Fegurð og mikilvægi þessara eiginleika náttúrunnar er innblástur danshöfundarins að verkinu. Til grundvallar sköpunarferlinu er viðkvæmt og hárnákvæmt jafnvægi vistkerfa, þar sem hver einasta lífvera, stór eða smá, skiptir sköpum fyrir heildina. Útkoman er fallegt verk þar sem samhugur og samheldni dansaranna skilar sér til áhorfenda.
Um danshöfundinn:
Ernesto Camilo er fæddur á Kúbu árið 1990. Hann lærði í listdansskólanum La Escuela Nacional de Arte og útskrifaðist með diplóma í dansi og kennslu. Í framhaldi af því stundaði hann nám við Instituto Superior de Arte, Listaháskólanum í Havana. Hann vann sem dansari í dansflokknum „Danza Espiral“ þangað til hann flutti til Íslands árið 2011. Síðan þá hefur hann unnið sem dansari, danshöfundur og leikari í ýmsum uppsetningum hjá Íslenska Dansflokknum, Íslensku Óperunni, Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu og ýmsum sjálfstæðum sviðsverkum. Hann hefur verið tilnefndur sem leikari ársins í Sögur -Verðlaunahátíð Barnanna, sem dansari ársins á Grímunni og fékk svo grímuverðlaun fyrir sviðhreyfingar Rómeó og Júlíu í Borgarleikhúsinu árið 2022. Camilo hefur unnið í Klassíska Listdansskólanum frá árinu 2013 sem nútímadanskennari og aðstoðarskólastjóri.
Um þessar mundir er Camilo að sýna Íslandsklukkuna í Þjóðleikhúsinu og er að semja dansverk með Forward Youth Company í annað sinn.
Dansara:
Álfheiður Karlsdóttir
Assa Davíðsdóttir
Bergþóra Sól Elliðadóttir
Diljá Þorbjargardóttir
Emma Eyþorsdóttir
Freyja Vignisdóttir
Hafey Lipka Þormarsdóttir
Kristína Rannveig Jóhannsdóttir
Forward er danshópur fyrir unga dansara 18-30 ára og er Listahópur Reykjavíkur 2023. Danshópurinn æfir reglulega og með fjölbreyttum tækni kennurum og listamönnum. Í gegnum árin hefur Forward tekið þátt í fjölmörgum viðburðum og hátíðum á Íslandi sem og erlendis. Forward var tilnefnd til Grímunnar fyrir „Sprota Ársins“ 2022.
—----------------------------------
ENGLISH
Harmony is a dance piece that reflects the perception, intuition, sensitivity and collaboration that occurs between everything in nature. The beauty and importance of these features of nature is the choreographer's inspiration for the piece. At the basis of the creative process is the delicate and precise balance of ecosystems, where every single organism, large or small, is crucial to the whole. The result is a beautiful piece in which the dancers' solidarity and unity is reflected to the audience.
About the choreographer:
Ernesto Camilo was born in Cuba in 1990. He studied at La Escuela Nacional de Arte and graduated with a diploma in dance and teaching. Subsequently, he studied at the Instituto Superior de Arte, the Academy of Arts in Havana. He worked as a dancer in the dance group "Danza Espiral" until he moved to Iceland in 2011. Since then, he has worked as a dancer, choreographer and actor in various productions at the Icelandic Dance Group, the Icelandic Opera, the City Theatre, the National Theater and various independent stage works. He has been nominated as actor of the year in the Sögur -Verðlaunahátíð Barnanna, as dancer of the year for Gríman and then received a Gríman award for the stage movements of Romeo and Juliet at Borgerleikhúsin in 2022. Camilo has worked at Dansgarðurinn- Klassíska Listdansskólinn since 2013 as a contemporary dance teacher and assistant principal.
At the moment, Camilo is showing „Íslandsklukka“ at the National Theater and is writing a dance piece with the Forward Youth Company for the second time.
Dansara:
Álfheiður Karlsdóttir
Assa Davíðsdóttir
Bergþóra Sól Elliðadóttir
Diljá Þorbjargardóttir
Emma Eyþorsdóttir
Freyja Vignisdóttir
Hafey Lipka Þormarsdóttir
Kristína Rannveig Jóhannsdóttir
The FWD Youth Company is a program for young dancers (18-30 years old) and is the Reykjavík art group of the year. The dance group practices regularly and with diverse choreographers. Over the years, Forward has participated in numerous events and festivals in Iceland as well as abroad. Forward was nominated for “Sproti ársins” in Gríman 2022.
www.dansgardurinn.is