Gjafakort Tjarnarbíós
Gjafakort Tjarnarbíós er svo sannarlega gjöf sem gleður. Sem heimili sjálfstæðra sviðslista á Íslandi er Tjarnarbíó stoltur hýsingaraðili alls þess nýjasta og ferskasta sem finna má meðal íslenskra sviðslista hverju sinni. Í Tjarnarbíói má finna alla flóru sviðslista, frá lofi hlöðnum verðlaunastykkjum til vinsælustu uppistandara landsins og allt þar á milli. Með gjafakorti Tjarnarbíós gefurðu þeim sem þér þykir vænt um góðar minningar sem lifað geta ævilangt.
Að kaupa gjafakort er ofureinfalt og fljótlegt ferli. Þú velur upphæð, ýmist út frá algengasta almenna miðaverði eða slærð inn upphæð að eigin vali. Að greiðslu lokinni færðu tölvupóst frá miðasölukerfi Tix þar sem þú getur sótt gjafakortið rafrænt. Einfaldara gæti það ekki verið. Ef þú vilt má svo koma til okkar í Tjarnarbíó og fá gjafakort afhent í fallega prentuðu umslagi þér að kostnaðarlausu.