Gaza og framtíðin-Kosningafundur
Mánudaginn 25. Nóvember kl. 20:00 mun félagið Ísland-Palestína halda opinn fund um málefni Palestínu með fulltrúum stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis í öllum kjördæmum. Yfirskrift fundarins er Ábyrgð Íslands í alþjóðasamfélaginu: Gaza og framtíðin.
Fundarstjóri er Þóra Arnórsdóttir. Myndbandsávarp frá Dr. Mads Gilbert.
Fulltrúar stjórnmálaflokkana:
Framsóknarflokkur: Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, 1. sæti Reykjavíkurkjördæmi norður
Vinstri Græn: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrv. félags- og vinnumarkaðs ráðherra, 1. sæti Suðvesturkjördæmi
Píratar: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður þingflokks Pírata, 1. Sæti Suðvesturkjördæmi
Samfylkingin: Þórunn Sveinbjarnadóttir, alþingismaður, 3. Sæti Suðvesturkjördæmi
Sósíalistaflokkur Íslands: María Pétursdóttir, 2. Sæti Reykjavíkurkjördæmi norður
Viðreisn: Sigmar Guðmundsson, alþingismaður, 2. Sæti Suðvesturkjördæmi
Listinn verður uppfærður eftir því sem fleiri framboð staðfesta komu sína.
Við hvetjum ykkur til að senda spurningar sem bornar verða upp til frambjóðenda á fundinum á palestina@palestina.is.