Eden
ENGLISH BELOW
Snúið upp á sköpunarsöguna
„Í okkar Eden er lykt af píku og nýslegnu grasi, og hrúga af hálfétnum eplum í horninu. Það er eitthvað skrítið við okkar Eden, eitthvað á ská, eitthvað óþægilegt. Adam & Eva eru ekki að leika hlutverkin sín eins og þau hafa alltaf gert.“
Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Nína Hjálmarsdóttir kafa ofan í sköpunarsöguna og taka sér pláss í sjálfum aldingarðinum upprunalega. Eden er hinsegin fötlunarparadís sem afmiðjar norm samfélagsins og leyfir áhorfendum að finna fyrir hinu erótíska innra með sér.
Embla Guðrúnar Ágústsdóttir er sjálfstætt starfandi fræðimaður, aktívisti og sviðslistakona sem hefur m.a. rannsakað kynverund og unað í lífi fatlaðs fólks. Fyrir frammistöðu sína í sýningunni Góða ferð inn í gömul sár var Embla tilnefnd til Grímuverðlaunanna sem dansari ársins 2023.
Nína Hjálmarsdóttir er sviðshöfundur, fræðimaður og menningarrýnir. Nína stofnaði leikhópinn Sálufélagar árið 2015 sem hafa framleitt ýmis verk fyrir svið, ásamt því að vera einn stofnandi og framleiðandi hinsegin klúbbakvöldanna Sleikur. Rannsóknir Nínu í listsköpun og fræðum eru á vettvangi afnýlenduvæðingar og hinsegin fræða í listum, sem oft staðsetja Ísland og Norðrið í nýlendusamhengi.
Sýningin fer fram á íslensku með enskri þýðingu sem möguleika.
Leiksýningin er styrkt af sviðslistasjóð og var frumsýnd á Listahátíð Reykjavíkur.
–
“Our Eden smells of pussy and freshly mown grass, with a pile of half-eaten apples in the corner.
There’s something strange about our Eden, something off, something unsettling. Here, Adam & Eve don’t play their roles the way they always have.”
Embla Guðrúnar Ágústsdóttir and Nína Hjálmars delve into Genesis, positioning themselves in the original Garden. Eden is a queer crip paradise that decentres social norms and lets the audience connect with the erotic within themselves.
Embla Guðrúnar Ágústsdóttir is an independent academic, activist and performing artist whose research topics include sexual identity and pleasure in the lives of people with disabilities. Embla was nominated for the 2023 Icelandic Stage Awards as dancer of the year. Nína Hjálmars is a performance artist, academic and culture critic who has worked with such collectives as Sálufélagar and Sleikur. Recently, Nína has started to perform as a drag king.
The performance is in Icelandic but english translation is available
Listrænir aðstandendur // Artists:
Höfundar & leikarar: Embla Guðrúnar Ágústsdóttir & Nína Hjálmarsdóttir
Dramatúrg: Gréta Kristín Ómarsdóttir
Danshöfundur: Rósa Ómarsdóttir
Framleiðandi: Davíð Freyr Þórunnarson, MurMur Productions
Sviðshönnuður: Tanja Huld Levý og Sean Patrick O'Brien
Tónskáld: Ronja Jóhannsdóttir
Ljósmynd og hönnun veggspjalds: Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir & Elís Gunnars