Sagan af Gýpu

Sagan af Gýpu

Töfrabækurnar- Sagan um Gýpu er u.þ.b hálftíma löng brúðuleiksýning fyrir yngstu kynslóðina. Tveir leikarar opna stóra bók sem verður sögusviðið fyrir Söguna af Gýpu. Gýpa er með eindæmum matgráðug og mesta furða að hún hafi ekki verið búin að éta heimilisfólk út á gaddinn. Þegar matinnþrýtur étur hún askinn sinn, karl og kerlingu í kotinu og kúna Kreppilhyrnu. Síðan heldur hún af stað til að leita að meiri mat. Að lokum kemst hún að því að það er ekki skynsamlegt að borða allt sem hún sér.

Sýninguna prýða lög eftir Vandræðaskáldin Sesselíu Ólafsdóttur og Vilhjálm B. Bragason.

Sýningin verður sýnd í Tjarnarbíó, laugardaginn 27. apríl kl 13.30 og kl 14.30