Ljósið & ruslið
LJÓSIÐ & RUSLIÐ
„Gæsahúðin, ljósið, ruslið og gleðin! Langaði að vera memm memm í Kórnum með Hemm Hemm. Stanslaust stuð og stemm, stemm!“ - Hallgrímur Árnason
„Hinn dýrðlegi kór sterkra persónuleika sem söng með Benna lét mig skynja fegurð hversdagsleikans af nýrri og áður óþekktri dýpt.“ - Sigrún Hrólfsdóttir
*****
Ljósið & ruslið er marglaga sviðs- og tónverk eftir tónskáldið Benedikt Hermann Hermannsson og Ásrúnu Magnúsdóttur danshöfund. Verkið er samið fyrir og flutt af kvennakór og hljómsveit. Hljómsveitina skipa þau Sigurlaug Thorarensen trommuleikari, Margrét Arnardóttir hljómborðs- og harmonikkuleikari, Benni Hemm Hemm gítarleikari, Ása Dýradóttir bassaleikari en Silla á Ása syngja einnig í kórnum. Ásamt þeim eru um 30 konur í kórnum sem syngja öll lögin og dansa einfaldar kóreógrafíur sem Ásrún semur. Framkvæmdastjóri verkefnisins er Ragnheiður Maísól Sturludóttir sem auðvitað er kórmeðlimur.
Sýningin samanstendur af 10 lögum en hvert lag felur í sér sitt eigið sögusvið, sína eigin kóreógrafíu, hljóðheim og framsetningu. Farið er frá ljúfsárum ballöðum yfir í dansandi stuðpopp og þaðan í hefðbundnar kórútsetningar. Lögin fjalla um gráan hversdaginn en líka drauma og vonir. Kóreógrafían er einföld en kórinn myndar ýmiskonar form og tekur á sig allskonar myndir.
Kórinn samanstendur af allskonar konum. Sumar eru tónlistarkonur og/eða hafa reynslu af því að syngja í kór. Aðrar eru dansarar og danshöfundar eða sviðslistakonur og enn aðrar eru bara forvitnar og framsæknar konur sem langaði að vera með. Svona stór kvennakór af svona ólíkum konum hefur mjög margt að segja við áhorfendur og áheyrendur sína.
Ljós: Juliette Louste
Hljóð: Ísidór Jökull Bjarnason
Keyrsla ljós á sýningum: Cristina Agueda
Verkið hlaut styrk úr Tónskáldasjóði RÚV
ATHUGIÐ AÐ ÖLL SVIÐSVERK ERU SÝND Í STUTTAN TÍMA Í TJARNARBÍÓ