Inki - Thoughts Midsentence

ENGLISH BELOW

 Útgáfutónleikar fyrir plötuna Thoughts Midsentence eftir Inki. Platan er allt í senn aðgengileg og tilraunakennd, en búast má við þungum bassalínum, silkimjúkum strengjaleik, slagverki, og hráum krafti elektrónísks hljóðheims.

 Upplifunin er römmuð inn með videoverki eftir stafræna myndlistarmanninn Owen Hindley.

 Lögin eru byggð á grípandi melodíum sem Inki syngur en fara þó oft óvæntar slóðir og teygjast inn í annarskonar handanheim með hörðum takti og fjarlægum marglaga söng. Lögin hafa hlotið góðar viðtökur á streymisveitum og hafa nú þegar vakið athygli erlendra tónlistarmiðla sem fjallað hafa um plötu útgáfuna.

 Inki hefur komið víða við í tónlist sinni en verk hennar hafa hljómað bæði í Evrópu og vestan hafs. Hún hefur smíðað sjálfspilandi hljóðfæri, gert fjölda hljóðinnsetninga meðal annars Meira Ástandið með Listahátíð í Reykjavík og Brotabrot sem byggði á viðtölum við fyrrum fanga Kvennafangelsisins. Á meðan Inki lagði stund á meistaranám í elektrónískum tónsmíðum og upptökutækni í Kaliforníu vann hún sem pródúsent í San Quentin fangelsinu.

 Hljómsveit

Inki: Söngur og elektróník

PALMR: Hljóðgervlar, gítar

Höskuldur Eiríksson: Slagverk

Sigrún Harðardóttir: Fiðla

Karl James Pestka: Víóla

Þórdís Gerður Jónsdóttir: Selló

Owen Hindley: Vídeóverk og ljós

 

ENGLISH

Inki‘s „Thoughts Midsentence“ album release concert. Striking a balance between the familiar and the innovative, the performance features deep bass lines, live strings, engaging rhythms, and the pure intensity of electronic soundscape.

 Complementing the auditory journey, digital artist Owen Hindley‘s video creations offer a mesmerising visual counterpart.

 Inki‘s tunes hook you with their catchy vocal melodies but then, they venture into surprising territories, mixing punchy rhythms with these floaty, multilayered vocals. The tracks have already gained acclaim on streaming platforms and caught the eye of international music press.

 Inki is an award winning composer, but her compositions have resonated across stages and art galleries in Europe and the US. She has crafted her own musical instruments, and a variety of sound installations including Quite the Situation, presented at the Reykjavik Art Festival, and Brotabrot, which incorporates narratives from ex-inmates of the Icelandic Women‘s Prison. Moreover, while pursuing her master‘s degree in music composition in California, Inki lent her expertise as a producer within the walls of San Quentin Prison.

 Performers

Inki: Vocals and electronics

PALMR: Synths and guitar

Höskuldur Eiríksson: Percussion

Sigrún Harðardóttir: Violin

Karl James Pestka: Viola

Þórdís Gerður Jónsdóttir: Cello

Owen Hindley: Videowork and lights