GAME ON
Hvar liggja mörkin milli raunveruleika og fantasíu?
GAME ON er loftfimleikasýning sem á sér stað í töfraheimi tölvuleikja og býður áhorfendum að hafa áhrif á söguna. Áhorfendur stýra þremur litríkum persónum er þær ferðast um sýndarveruleika fullan af bardögum, spennandi ævintýrum og ógnvænlegum skrímslum. Líkt og í tölvuleik býðst áhorfendum að taka þátt í að stýra ferðalaginu og hafa þannig áhrif á örlög persónanna. Munu persónurnar þrjár finna leið sína aftur til raunveruleikans með aðstoð áhorfenda eða munu þær týnast í eigin sýndarveruleika að eilífu?
Þessi loftfimleikasýning er full af húmor, nánd og fegurð þar sem listamennirnir klifra, dansa og falla um loftin umvafin silki. Með hreyfingu, lýsingu og tónlist verða allar víddir skoðaðar, lárétt og lóðrétt.
Verð: 4.500 kr.
Lengd verks: 60 mínútur
Fyrir hvern: Fyrir alla aldurshópa, 6 ára og eldri.
Tungumál: Lítið talað mál (enska). Kunnátta ekki nauðsynleg til að skilja verkið.
Viðburðurinn er hluti af sirkuslistahátíðinni Flipp Festival 2025. Hátíðin er skipulögð af sirkuslistafélaginu Hringleik.
Flipp Festival er styrkt af Barnamenningarsjóð og Reykjavíkurborg.
[ENGLISH]
GAME ON
GAME ON is an interactive aerial silks performance that examines fantasy vs. reality. Guide three characters as they navigate a virtual world full of battles, new adventures, and powerful monsters. Similar to a video game, the audience members will be invited to co-create the universe of the performance, thus influencing the characters’ destiny. With the audience as their guide, will the three characters find their way back to reality or will they get lost in their own virtual world forever?
This aerial dance spectacle displays humor, grace, and beauty. Performers will climb, dance, and fall through the air on fabric curtains. The movement, lighting, and music explores all dimensions of space, horizontally and vertically, experimenting with archetypal figures, meanings and expectations.
Price: 4500
Duration: 60 minutes
Age: 6+
Language: English, little spoken language. Knowledge not necessary to enjoy the show.
The event is part of the circus festival Flipp Festival 2025. The festival is organised by Hringleikur Circus Company.
Flipp Festival has the support of Barnamenningarsjóður Fund and Reykjavík City.