Ég lifi enn - sönn saga
„Ég lifi enn - sönn saga” er ljóðrænt verk sem spilar saman hreyfingu, raunverulegum texta eldri borgara um þetta síðasta æviskeið og fallegu sjónarspili.
Verkið er innblásið af persónulegri reynslu aðstandenda við að fylgja sínum nánustu inn í síðasta æviskeiðið og þeirra sem eru staddir í því sjálfir. Það er byggt á sögum, vinnusmiðjum og rannsóknarvinnu með eldri borgurum, með stuðningi Reykjavíkurborgar.
Sýningin vekur hugleiðingar um aðstæður í samfélagi okkar. Átökin á milli löngunarinnar til að lifa sem lengst og óttans við að deyja ásamt þeim hindrunum sem mæta okkur í þeirri glímu.
Við viljum eldast af virðingu og reisn en hver er forgangsröðin? Reynslan sýnir að þegar við eldumst er hver sjálfum sér næstur. Er þetta það samfélag sem við viljum? Höfum við húmor fyrir því?
ATHUGIÐ AÐ ÖLL SVIÐSVERK ERU SÝND Í STUTTAN TÍMA Í TJARNARBÍÓ
LISTRÆN STJÓRNUN: Rebekka A. Ingimundardóttir.
LEIKSTJÓRI: Rebekka A.Ingimundardóttir og Ásdís Skúladóttir.
HÖFUNDAR: Rebekka A. Ingimundardóttir, Þórey Sigþórsdóttir, Ásdís Skúladóttir og leikhópurinn LEIKMYNDAHÖFUNDUR: Rebekka A.Ingimundardóttir
DANS OG HREYFIHÖNNUN: Juliette Louste
DRAMATÚRG: Hlín Agnarsdóttir
BÚNINGAHÖNNUN OG SAUMUR: Hulda Dröfn Atladóttir
TÓN- OG HLJÓÐSMÍÐAR Steindór Grétar Kristinsson LAGASMÍÐAR OG KÓRSTJÓRN: Gísli Magna Sigríðarson
LJÓSAHÖNNUN: Juliette Louste
MYNDBANDSHÖNNUN: Stefanía Thors MÁLARI: Þorsteinn Davíðsson GRAFÍSK HÖNNUN: Aðalborg Birta Sigurðardóttir
FRAMLEIÐSLA: Heba Eir Kjeld
MYNDBANDSHÖNNUN: Stefanía Thors
FRAMLEIÐSLA: Heba Eir Kjeld
GRAFÍSK HÖNNUN: Aðalborg Birta Sigurðardóttir
LEIKARAR:
• Þórey Sigþórsdóttir
• Halldóra Rósa Björnsdóttir
• Ingibjörg Gréta Gísladóttir
Anna Kristín Arngrímsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Ásdís Skúladóttir, Helga E. Jónsdóttir
Jón Hjartarson, Sæmi Rokk Pálsson og Breiðfirðingakórinn.
Verkefnið er styrkt af Menningar- og viðskiptaráðuneytinu.
Við þökkum Reykjavíkurborg fyrir samstarfið með Augnablik - Ég á mér rödd, sem fram fór í félagsmiðstöðvum borgarinnar 2021