Dimmalimm

Dimmalimm er án efa eitt ástsælasta ævintýri þjóðarinnar. Sagan er eftir listamanninn Mugg
frá Bíldudal. Ævintýrið fjallar um prinsessuna Dimmalimm sem eignast góðan vin sem er stór
og fallegur svanur. En einsog í öllum góðum sögum þá gerist eitthvað óvænt og ævintýralegt.
Leikritið um Dimmalimm var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í mars 2019 og var sýnt aftur og aftur
fyrir smekkfullu húsi. Leikurinn hefur verið á fjölunum hér og þar síðan og fengið
ævintýralegar viðtökur.
Dimmalimm er fallegt brúðuleikrit sem hentar börnum á leikskólaaldri og í fyrstu bekkjum
grunnskóla.


Sýningartími: 35 mín

Verð: 3900 kr

Höfundar: Elfar Logi Hannesson, Þröstur Leó Gunnarsson

Leikari: Elfar Logi Hannesson

Sögumaður: Arnar Jónsson

Dimmalimm: Vigdís Hrefna Pálsdóttir

Pétur: Sigurður Þór Óskarsson

Tónlist: Björn Thorodssen

Brúður: Alda Veiga Sigurðardóttir, Marsibil G. Kristjánsdóttir

Leikmynd: Elfar Logi Hannesson, Marsibil G. Kristjánsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson

Leikstjórn: Þröstur Leó Gunnarsson