Umsóknarferli

BÚIÐ ER AÐ LOKA FYRIR UMSÓKNIR Á LEIKÁRIÐ 2024-2025

LEIGA

Fyrir einstaka viðburði (t.d.tónleika, fyrirlestra, veislur, ,,one-off viðburði") eða tilbúnar sýningar eftir atvinnu sviðslistahópa skal hafa beint samband við framkvæmdastjóra á sindri@tjarnarbio.is. Við opnum fyrir umsóknir í febrúar fyrir leikárið 2024/25.

UMSÓKNIR SVIÐSLISTAHÓPA

SAMSTARFSVERKEFNI OG VINNUSTOFA

Lokað var fyrir umsóknir 25.febrúar 2024

Öll sviðsverk koma til greina. Þau verk sem verða fyrir valinu mynda saman leikárið 24/25 í Tjarnarbíói og fá þar af leiðandi aðgang að ókeypis skrifstofu, æfingatíma á sviði, stuðningi í markaðs- og tæknimálum, faglegri ráðgjöf ásamt hlutdeild í miðasölu viðkomandi sýningar.

Umsóknin skal innihalda stutta greinagerð um verkefnið, umfang sýningar, lista yfir þátttakendur, fjárhagsáætlun, framkvæmdaáætlun og ferilskrá umsækjenda. Umsóknin og allt efni sem þeim viðkemur skal safna í eina pdf-skrá merkta umsokn_2024_[nafn verkefnis] og senda á umsokn@tjarnarbio.is

Einnig auglýsir Tjarnarbíó eftir listafólki eða hópum sem þurfa skrifstofu til að þróa verkefni sín. Umsókn fyrir þróunarvinnu skal innihalda stutta lýsingu á því verkefni sem áætlað er að unnið verði ásamt ferilskrá umsækjenda.

Stjórn Menningarfélags Tjarnarbíós velur úr umsóknum í samráði við leikhússtjóra samkvæmt valferlisreglum. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 20.febrúar 2024 og umsóknum verður svarað ekki seinna en mánuði síðar. 

___________________________________________________________________________


Starfsreglur leikhússtjóra og stjórnar MTB um það hvernig staðið skal að vali á verkefnum inn í Tjarnarbíó:

Markmiðið með þessum reglum er að allir sitji við sama borð þegar kemur að umsóknum óháð tengslum, venslum eða völdum. Stjórn og leikhússtjóri leggja við drengskap sinn að vinna heiðarlega og faglega, þannig að heildarhagsmunir sjálfstæðra sviðslista til framtíðar séu alltaf í fyrirrúmi.

Ef að umsókn er á vegum stjórnarmanna eða leikhússtjóra hafa þeir ekki ákvörunarvald en varamaður í stjórn MTB skal taka ákvörðun í þeirra stað. Eins ef stjórnarmaður eða leikhússtjóri telja sig af öðrum sökum vanhæfa.

Ef þannig vill til að fleiri en einn stjórnarmaður eiga þátt í umsókn eða telja sig vanhæfa skal næst leita til áheyrnarfulltrúa SL í stjórn MTB, þá næst framkvæmdastjóra Tjarnarbíós, svo tæknistjóra Tjarnarbíós og að lokum sviðsstjóra MTB.

Séu meirihluti stjórnar sammála um að innan okkar raða séum við ekki fær um að dæma verkefni á faglegum forsendum er sjálfsagt að skipa fjögurra manna nefnd til að meta umsókn. Minnst fjórir aðilar skulu meta hvert verkefni. Leikhússtjóri ber ábyrgð á því að kynna sér og leggja fyrir stjórn þau gögn sem þarf til að meta hverja umsókn viku fyrir fund.

Leikhússtjóri hefur heimild til að setja sig í samband við listamenn og hópa sem hann telur að gætu sómt sér vel í Tjarnarbíói, en endanleg ákvörðun á vali er alltaf í höndum stjórnar samkvæmt þessum starfsreglum. Leikhússtjóri hefur frelsi til að skipa dagskrá utan aðalrýmis. Hann skal vinna eftir gildum og markmiðum Tjarnarbíós og fara eftir valferlisreglum.

Mat á umsóknum hópa og listamanna sem vilja setja upp verkefni í Tjarnarbíói:

Þessar valferlisreglur eru hafðar til hliðsjónar hvort heldur um ræðir mat á umsóknum hópa sem sækja um sérsamning (1-4 vikur í æfingatíma á sviði frítt og hagstæð skipti á miðasölu) eða listamanna og hópa sem sækja um á öðrum forsendum (vika eða minna í æfingar, föst lágmarksupphæð per sýningu og skipting á miðasölu eftir það).


Verkefni fá einkunn á skalanum 1-10 fyrir hvert og eitt eftirtalinna atriða:

10% – Er umsóknaraðili í SL? Já/nei (félagar í SL hafa forgang) Nei 0 stig já 10 stig.

5% – Hvert er nýnæmi verkefnisins í íslensku sviðslistaumhverfi?

10% – Er framkvæmdaráætlun verkefnisins skýr og raunhæf?

10% – Er verkefnið líklegt til að auka hróður Tjarnarbíós og sjálfstæða geirans?

10% – Má gera ráð fyrir því að verkefnið dragi að nýja áhorfendur?

10% – Hvernig passar verkefnið inn í efnisskrá Tjarnarbíós með tilliti til fjölbreytileika hennar í heild?

15% – Er kostnaðaráætlun verkefnisins raunhæf og inniheldur hún raunhæfa markaðs- og

kynningaráætlun?

10% – Hafa forsvarsmenn verkefnisins bakgrunn, menntun og/eða reynslu sem ætti að verða til þess að raunhæft sé að ætla að þeir nái markmiðum sínum listrænt og fjárhagslega?

5% – Fá listamenn og aðrir sem að verkefninu standa greitt fyrir vinnu sína?

10% – Er verkefnið líklegt til að fá góða aðsókn?

5% – Á verkefnið erindi við samfélagið?


Mat á viðburðum sem leigja aðstöðuna á föstu verði

Gefum einkunn á skalanum 1-10 fyrir hvern eftirtalinn lið. Leikhússtjóri, framkvæmdarstjóri, tæknistjóri og sviðsstjóri meta verkefnin (þau verða alltaf kynnt stjórnar til samþykktar).

30% – Er viðburðurinn líklegur til að auka hróður Tjarnarbíós?

10 % – Er viðburðurinn líklegur til að draga að sér hóp sem annars kæmi líklega ekki í Tjarnarbíó?

50% – Er viðburðurinn líklegur til að geta greitt umsamda leigu?

10 % – Er viðburðurinn með góða markaðs- og kynningaráætlun sem er fjármögnuð?


Mat á vinnustofuumsóknum einstaklinga/verkefna/hópa sem ætla að nýta sér önnur rými en

aðalrýmið (residency).

Leikhússtjóri, tæknistjóri og formaður stjórnar eða staðgengill hans meta þessar umsóknir.

Umsækjandi verður að vera tilbúinn til þess að kynna verkefnið og verkferlið fyrir gestum Tjarnarbíós á vinnuferlinu. Æskilegt er að viðkomandi skilji eftir sig verk.

15% – Hefur verkefnið rannsóknargildi?

15% – Er verkefnið nýnæmi?

15% – Er verkefnið/umsækjandi líklegt/ur til að auka hróður Tjarnarbíós?

15% – Er verkefni/umsækjendur með háskólapróf í listum eða hefur/hafa sambærilega reynslu?

10% – Er umsækjandi tilbúinn að vinna fyrir opnum dyrum?

10% – Má ætla að ruðningsáhrif verði af verkefninu?

10% – Eru áætlanir umsækjanda um verkefnið raunhæfar?

10% – Er verkefnið fjármagnað?


Barnastarf á virkum morgnum

Sýningar á virkum dögum sem raska æfingatíma hópa í húsinu ekki að neinu marki. Þessir hópar þurfa að lágmarki að greiða þann kostnað sem fellur til vegna sýningarinnar. Skilyrði er að hópar sem fá þessi afnot að húsinu séu félagar í SL.

20% – Er verkefnið hrein viðbót við dagskrá Tjarnarbíós?

20% –Er verkefnið þannig í laginu að auðvelt er að standa að skiptingum, uppsetningu og frágangi þannig að raski sem minnst annarri starfsemi í húsinu?

15% – Fá aðstandendur greitt fyrir vinnu sína?

15% – Er verkefnið fært um að greiða leigu?

15% –Er verkefnið líklegt til að draga sér áhorfendur sem önnur dagskrá í sama tíma í húsinu er ekki að höfða til?

15% – Er verkefnið liður í að Tjarnarbíó uppfylli samstarfssamning við Reykjavíkurborg?