Dans

Athugið að allar sýningar í Tjarnarbíó hafa stuttan sýningartíma og því mikilvægt að bóka tímanlega

SATANVATNIÐ

Þungarokks ballettinn Satanvatnið er nýtt frumsamið ballettverk sem leikur sér að þeim klisjum sem fyrirfinnast í þessum tveimur listformum; ballett og þungarokki. Íburðarmikil augnmálning, rokkstjörnu búningar, tilkomumikil sóló með tilheyrandi fagnaðarlátum áhorfenda. Ætli rokkið og ballettinn eigi ekki fleira sameiginlegt heldur en ekki.

Þessi listform eru hvor á sinn hátt stjörnum príddar, sem annað hvort haga sér semprímaballerínur eða rokkstjörnur, og njóta þess að koma fram og sýna hvað í þeim býr undir hita ljóskastaranna og aðdáunaraugum áhorfenda. Þetta er allavega sú staðal/ glansímynd okkar hinna sem annað hvort sitjum eða stöndum útí sal. Þegar rýnt er í þessi listform má sjá frekari líkindi í frásagnahefðum. Hvor um sig segja frá einhverskonar ævintýri sem minna á þjóðsögur þar sem forboðnar ástir koma hvað helst við sögu og þjáning líkamans, holdsins er algjör.

Frumsýning 22.desember 2023