fbpx

Neind Thing
Inga Huld Hákonardóttir
Frumsýnt vorið 2021
Dans

Neind Thing er dansverk eftir Ingu Huld Hákonardóttur, framið af 3 sviðslistakonum og einum trommara og leitast við að umbreyta ástandi óreiðu og ömurleika í rými til að tengjast, dreyma, íhuga, dansa og leika. Neind Thing byggir á þrá okkar til þess að frelsast frá öngum nútímans, vonleysi gagnvart distópískri framtíð, stöðugu áreiti miðla og ekki síst þversagnakenndum og athyglistelandi netheimi. Leikurinn er: Neitið og þér munið finna; nýja neind, nýtt zen, nýjar leiðir, nýja vini, ný lönd, nýjar hugmyndir, nýtt everything!

Ein: “Ef manneskja hefur aldrei farið út fyrir borgina. mundi hún geta skilið hvað hún er ómerkileg og smá í samhengi við dýraríkið, lífríkið, plánetuna, og allt?“

Svar: “NEI!”

Önnur: “Ef manneskja mundi fara út í náttúruna og upplifa sanna tengingu við sig og tilvist sína á jörðinni mundi hún kannski uppljómast í pílagrímsferðinni og skyndilega skilja að ákveðnir samfélagslegir þættir sem við mannverur styðjumst við eru í raun mjög gagnslausir og tortímandi og kæmi hún kannski til baka með frábær ráð við því hvernig við gætum gert lífið einfaldara og betra fyrir alla í formi langs lista af hlutum sem við þurfum fyrst að útrýma áður en við getum öðlast aðgang að hinu langþráða nútíma-zeni!?”

Svar: Miðar fást á tix.is

Höfundur: Inga Huld Hákonardóttir
Flytjendur: Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, Védís Kjartansdóttir og Inga Huld Hákonardóttir
Lifandi tónlist: Ægir Sindri Bjarnason
Lifandi ljós: Arnar Ingvarsson
Leikmyndahönnuður: Guðný Hrund Sigurðardóttir
Dramatúrgía og listræn ráðgjöf: Ásgerður Gunnarsdóttir og Halla Ólafsdóttir
Styrktaraðilar: Mennta- og menningarmálaráðuneytið – Sviðslistaráð og Kunsten Werkplatz – Brussel
Sérstakar þakkir: Dansverkstæðið
Framkvæmdastjórn: Murmur Productions, Kara Hergils
Grafísk hönnun: Gréta Þorkelsdóttir
Myndir: Kaja Sigvalda

Verkefnið er unnið í samstarfi við Tjarnarbíó.

X