fbpx

LEIKÁRIÐ

Lífið - Stórskemmtilegt drullumall!

Það er allt fallegt við þessa sýningu. Allar stjörnurnar í húsinu!

G.S.E. – Djöflaeyjan

Endurminningar Valkyrju

Fjöllistahópurinn Endurnýttar væntingar kynnir með stolti Endurminningar Valkyrju. Magnaðan dragfögnuð til heiðurs hinni kyngimögnuðu kvenhetju, Brynhildi. Ævintýrum söguhetjunnar verða gerð skil í mögnuðum dansi, stórfenglegum söng og hlálegum hamagangi. Þetta er sýningin sem þú hefur beðið eftir!

ROCKY!

Við verðum að útrýma þessum sjúkdómi sem herjar á landið okkar. Jafnvel þó það þýði borgarastyrjöld.” – Rocky Balboa

Reykjavík Dance Festival

Reykjavík Dance Festival er alþjóðlegur vettvangur fyrir kóreógrafíu og tilraunir sem leitast við að skapa sterkt samtal við áhorfendur í gegnum verk þeirra listamanna sem hátíðin sýnir, styður og framleiðir.

Fegurð í mannlegri sambúð

Hluti af Reykjavík Dance Festival

 

Fegurð í mannlegri sambúð er leiðsöguferð um Reykjavík þar sem leiðsögumennirnir eru ungt fólk með fötlun. Þau fylgja okkur á staði sem eru þeim kærir, deila með okkur sögum, söng, dansi, draumum, örlagaríkum augnablikum eða fantasíum.

Spills

Hluti af Reykjavík Dance Festival

 

Hér er eitthvað… Hér… Eitthvað… Eða ekkert…  Það er eitthvað sem vantar upp á… sem er í raun ekki hér… Það er eitthvað þarna… Eitthvað framandi… Eitthvað ekki vitað, ekki raunverulega til staðar… Það er eitthvað framandi hér… 

Jólaævintýri Þorra og Þuru

Þegar afi Þorra þarf að bregða sér frá biður hann þau að passa jólakristalinn sem er uppspretta allrar jólagleði í öllum heiminum. En það gengur alls ekki nógu vel hjá þeim, því þau slökkva óvart á honum. Þorri og Þura leggja af stað í ævintýraferð til að finna leið til að kveikja aftur á kristalnum og finna jólagleðina í hjartanu.

Jólasýning Svansins

Stress? Rétt fyrir jólin? Hvernig væri þá að kíkja á jólasýningu Svansins og hlæja smá? Svanurinn verður í svaka stuði. Það verða dansar, söngvar og að sjálfsögðu spunagrín sem er búið til á staðnum og verður aldrei aftur endurleikið!

Leiksýningar

 

Barnasýningar

Danssýningar

 

Leikárið 19 / 20

X