Einlæg fjölskyldusýning um veruleika flóttabarnsins Alex, eftir leikhópinn LaLaLab.
„Tré sem lifir við réttar aðstæður, er tré sem hefur góð áhrif á umhverfi sitt.“
Dag einn þegar Alex er að leik í garði sínum, kemur stór jarðskjálfti. Alex missir fjölskyldu sína og heimili sitt á augabragði. Það eina sem er eftir, er sítrónutré fjölskyldunnar. Hann tekur ákvörðun um að bjarga því litla sem hann á eftir og leggur því í langt ferðalag og lendir í ýmsum hrakförum við að finna sér og tré sínu nýtt heimili.