fbpx

LEIKÁRIÐ

Leikárið 20 / 21

Tréð

Einlæg fjölskyldusýning um veruleika flóttabarnsins Alex, eftir leikhópinn LaLaLab.

„Tré sem lifir við réttar aðstæður, er tré sem hefur góð áhrif á umhverfi sitt.“

Dag einn þegar Alex er að leik í garði sínum, kemur stór jarðskjálfti. Alex missir fjölskyldu sína og heimili sitt á augabragði. Það eina sem er eftir, er sítrónutré fjölskyldunnar. Hann tekur ákvörðun um að bjarga því litla sem hann á eftir og leggur því í langt ferðalag og lendir í ýmsum hrakförum við að finna sér og tré sínu nýtt heimili.

Ekkert er sorglegra en manneskjan

⭐⭐⭐⭐ 1/2 – Fréttablaðið

Niðurstaða: Magnað ferðalag á flatbotna sumarskóm í gegnum táradal tilvistarinnar.“

__________________________________

Hamingjan, og fálmkennd leit manneskjunnar að henni, er viðfangsefni þessarar nýju íslensku óperu eftir tónskáldið Friðrik Margrétar-Guðmundsson, í leikstjórn Adolfs Smára Unnarssonar.

Ný kynslóð sviðslistafólks brýst fram á sjónarsviðið með gáskafullum leik að bæði efni og formi. Fjórar fígúrur ráfa um sviðið, þær leita að merkingu og velta því fyrir sér hvað færir þeim ánægju. Fátt virðist þó um svör, enda er ekkert sorglegra en manneskjan. Fígúrurnar beita öllum tiltækum ráðum en ekkert virðist virka. Þær eru eftir allt saman bara manneskjur – og ekkert er sorglegra en manneskjan.

Polishing Iceland

Hreyf­ingar leik­ar­anna þriggja eru skýrt og vel skipu­lagð­ar, ekk­ert smá­at­riði er til­viljun háð heldur hluti af frá­sögn­inni og miðlar merk­ingu; þessi vinnu­brögð eru fáséð á íslensku leik­sviði og væri svo sann­ar­lega gaman að sjá áhrifa af þessum vinnu­brögðum gæta víð­ar.”

Jakob S. Jónsson – Kjarninn

Lalli og Töframaðurinn

Lalli hefur starfað í leikhúsinu um árabil en einn daginn verður honum á í messunni þegar hann mætir klukkutíma of seint í vinnuna. Áhorfendur eru allir mættir en hann á enn eftir að undirbúa sviðið fyrir töfrasýningu dagsins.

Leikhúsgestir fá því ekki bara að upplifa töfrasýningu heldur fá þeir einnig að skyggnast á bakvið tjöldin við uppsetningu á töfrasýningu Lalla Töframanns og upplifa alla þá leikhústöfra og þær uppákomur sem eiga sér stað í því ferli.

Sunnefa

HETJA, FÓRNARLAMB EÐA TÆFA?

Sunnefa Jónsdóttir er tvívegis dæmd til drekkingar snemma á átjándu öld. Hún var sögð hafa eignast börn með yngri bróður sínum fyrst þegar hún var sextán ára og svo þegar hún var átján. Á Þingvöllum 1743 neitar hún sök og segir að faðir seinna barnsins sé enginn annar en sýslumaðurinn sem dæmdi hana. Hvernig dirfðist fátæk alþýðustúlka að rísa upp gegn yfirvaldinu? Hvað veitti henni slíkan kjark?

Co za poroniony pomysl!

„Þau hafa ekki hugmynd um hversu slæm þessi hugmynd er!“
 
Kuba er kokkur á veitingastaðnum Skál en dreymir um að verða sjónvarpskokkur. Ola er spunaleikkona frá Varsjá sem þráir að finna ástina á Íslandi. Óli er íslenskur leikari sem er að læra pólsku á duolingo. Þegar Óli tekur eftir hvað pólskar kvikmyndir laða að sér marga í bíó dettur honum í hug að reyna að búa til vinsæla leiksýningu á pólsku og fær Kuba og Olu með. Saman leiða þau áhorfendur í gegnum þessa einlægu gamansýningu þar sem fjallað er um löngun okkar til að tengjast: Að tengjast ókunnu landi, tengjast okkar á milli, tengjast á netinu eða tengjast í gegnum góðan mat. Úff, hvað þetta er slæm hugmynd!

Leikárið 19 / 20

X