fbpx

VHS krefst virðingar

VHS
Frumsýnt 3. september 2021
Uppistand

Kæru landsmenn til sjávar og sveita! Uppistandshópurinn VHS frumsýnir glænýtt uppistand í Tjarnarbíó þann 3. September.

Hópurinn lofar geggjaðari kvöldstund, ótrúlegasta uppistandi Íslandssögunar myndu sum segja, sjón er sögu ríkari. Látið ykkur ekki vanta á VHS krefst virðingar!

VHS hefur notið mikilla vinsælda undanfarin misseri og hafa iðulega komist færri að á sýningu en vilja. Hópurinn hefur haldið sýningar víða um land, gefið út sýningu á RÚV og haldið táknmálstúlkaða jólasýningu í beinu streymi.

Veturinn er spennandi með VHS, látið ykkur ekki vanta.

VHS eru:

Vigdís Hafliðadóttir,Vilhelm Neto, Hákon Örn Helgason og Stefán Ingvar Vigfússon

Sýningin er styrkt af Landsbankanum og Ægi brugghúsi

X