fbpx

Verk nr. 2

Steinunn Ketilsdóttir

Frumsýnt vorið 2022

Dansverk um dansverk

 

Verk nr. 2 er nýtt dansverk eftir danslistakonuna Steinunni Ketilsdóttur. Verkið er dansverk um dansverk, það þriðja í röð verka sem spretta upp af rannsóknarverkefninu EXPRESSIONS: the power and politics of expectations in dance sem Steinunn leiðir í samstarfi við hóp lista- og fræðimanna. Búin er til röð dansverka sem geta staðið ein og sér en auk þess er hægt að skeyta þeim saman á óendanlega marga vegu. Í öllum verkunum er það dansverkið sjálft sem er viðfangsefnið, þar sem hugmyndir um virði og vald væntinga innan listformsins eru kannaðar. Þessi aðferð skapar lífrænt og skapandi umhverfi sem lítur framhjá kapítalískum hugmyndum um framleiðslu og varanleika og gefur öllum verkunum í röðinni jafnt vægi. Verk nr. 1 var frumsýnt í samstarfi við Íslenska dansflokkinn í Nóvember 2018 og Verk nr. 1,5 var frumsýnt í apríl 2019 á Vorblóti Tjarnarbíós og Reykjavik Dance Festival. Í Verki nr. 2 verður tekist á við þrílógíuna.

 

Danshöfundur: Steinunn Ketilsdóttir Dansarar: Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Snædís Lilja Ingadóttir, Védís Kjartansdóttir Tónlist og hljóðheimur: Áskell Harðarson Ljósahönnuður: Kjartan Darri Kristjánsson Búningahönnuður: Alexía Rós Gylfadóttir Texti og fræðileg ráðgjöf: Sierra Ortega Listrænn ráðgjafi: Halla Ólafsdóttir Verkefnastjóri: Erla Rut Mathiesen Samstarfssaðiliar: Dansverkstæðið, Bora Bora Dans og Visuelt teater – Aarhus, Teaterhuset Avant Garden – Trondheim Styrktaraðilar: Mennta – og menningarmálaráðuneytið, Sviðslistasjóður, Launasjóður Listamanna

X