fbpx

The Last kvöldmáltíð

Leikhópurinn Hamfarir

Frumsýnt vorið 2021
Leikrit

Leikhópurinn Hamfarir kynnir The last kvöldmáltíð, fyrsta verk Kolfinnu Nikulásdóttur, í leikstjórn Önnu Maríu Tómasdóttur.

Jörðin er orðin að eyðimörk og aðeins ein fjölskylda er eftir sem býr á botni Sundhallar Reykjavíkur. Fjölskyldan heldur að 17. júní sé á næsta leiti og þau ætla að halda mikilfenglega veislu. Þrátt fyrir að heimurinn sé við það að farast eru þau staðráðin í að heiðra gamlar hefðir samfélagsins sem þau eitt sinn tilheyrðu. Þau eru allt fram til síðustu stundar á flótta frá sjálfum sér og gera allt sem þau geta til þess að þurfa ekki að horfast í augu við sig sjálf og hvað gjörðir þeirra hafa gert heiminum. Það er ekkert fast í hendi nema dauðinn og þar með dauði mannkynsins. Eina leiðin út er algjör breyting á hugsun og lífsháttum. Geta þessar síðustu fimm manneskjur jarðarinnar farið að lifa lífinu á annan og nýjan hátt og þar með bjargað mannkyninu og heiminum?

Blákaldur sannleikur verksins varpar ljósi á heiminn í dag og krefur okkur um að svara spurningum um okkar eigin gjörðir.

Hamfarir er leikhópur sem hefur það að markmiði að setja upp ný íslensk sviðsverk

X