fbpx

The Last kvöldmáltíð

Leikhópurinn Hamfarir

Frumsýnt 11. mars 2021
Leikrit

The Last Kvöldmáltíð, sem er fyrsta verk Kolfinnu Nikulásdóttur, er heimsenda- og framtíðarsýn. Leikritið gerist eftir hrun mannlegs samfélags og fjallar um fimm manna fjölskyldu sem býr á botni tómarar sundhallar í Reykjavík, einangruð frá umheiminum. Fjölskyldan reynir að halda í hefðir samfélagsins sem þau tilheyrðu áður, jafnvel þó að þau muni ekki endilega hvernig það samfélag var. Þau gera allt til þess að horfast ekki í augu við sjálfan sig og hvaða áhrif gjörðir þeirra hafa haft á heiminn. Hvort er betra að stytta sér stundir eða stytta sér aldur? Eina leiðin út er að algjör breyting á hugsun og lífsháttum. Geta þessar fimm manneskjur farið að lifa lífinu á annan og nýjan hátt og þar með bjargað mannkyninu og heiminum?

The Last Kvöldmáltíð er sett upp af leikhópnum Hamfarir og er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg.

Höfundur: Kolfinna Nikulásdóttir
Leikstjóri: Anna María Tómasdóttir
Leikarar: Albert Halldórsson, Ásthildur Úa Sigurðardóttir, Helga Braga Jónsdóttir og Ólafur Ásgeirsson
Leikmynd: Brynja Björnsdóttir
Búningar: Brynja Skjaldardóttir
Ljósahönnun: Ólafur Ágúst Stefánsson
Tónlist: Salka Valsdóttir
Tæknimaður: Þóroddur Ingvarsson
Framkvæmdarstjóri: Ragnheiður Maísól Sturludóttir

X