fbpx

Það sem er

María Ellingsen
Frumsýnt 15. janúar 2022
Leikverk

Ástríðufullt og nístandi verk um að elska, vona og svíkja – um múrinn sem umkringir okkur og leitina að því sem er – og er ekki.

Þessi margverðlaunaði einleikur fjallar um elskendur sem Berlínarmúrinn skilur að. Þau eiga í leynilegu og lífshættulegu ástarsamband, þrá, sakna, örvænta og bíða.

En hver eru þau í raun og veru?

Og hvað gerist þegar múrinn á milli þeirra fellur?

Að sýningunni stendur einvala lið listamanna.

Danska verðlaunaskáldið Peter Asmussen, meistari tungumálsins heldur með okkur í dásamlegt og hættulegt ferðalag. Auður Jónsdóttir rithöfundur þýðir verkið af sinni alkunnu snilld. María Ellingsen leikur og Ólafur Egilsson leikstýrir. Filippía Elísdóttir gerir búninga, Björn Bergsteinn Guðmundsson lýsingu, Snorri Freyr Hilmarsson leikmynd og Ólafur Björn Ólafsson tónlist. Anna Kolfinna Kuran gerir sviðshreyfingar og Christopher Lund sér um myndefni.

ddr.is
facebook/thatsemer
instagram/that.sem.er

X