fbpx

Spills

Rósa Ómarsdóttir

Frumsýnt á Reykjavík Dance Festival, 22. nóvember 2019 

Þar sem jafnvel einföldustu ferli vistkerfisins umbreytast í töfrandi sjónarspil

 

Hér er eitthvað… Hér… Eitthvað… Eða ekkert…  Það er eitthvað sem vantar upp á… sem er í raun ekki hér… Það er eitthvað þarna… Eitthvað framandi… Eitthvað ekki vitað, ekki raunverulega til staðar… Það er eitthvað framandi hér… 

 Í heimi þar sem allt drýpur og lekur verða til undarleg vistkerfi og kynleg orsakatengsl. Mismunandi efni samtvinnast og tengjast í gegnum undarlegar lykkjur og dularfull kerfi. Sviðið umbreytist í eins konar vistkerfi, sem líkist einna helst vistkerfi náttúrunnar, nema að hér er ekki allt sem sýnist. Sambandið milli orsaka og afleiðinga, þess lífræna og ólífræna, milli lifandi og dauðra, er ekki lengur skýrt.

 Ósýnileg öfl eru í aðalhlutverki: raki, bylgjur, segulsvið og þyngdarafl eru hreyfiaflið í þessu annarlega vistkerfi þar sem orsakasambönd, sjálfsögð og náttúrulegg fyrirbæri,verða að töfrandi sjónarspili. 

Mismunandi landslagsmyndir blandast saman svo ekki er alltaf víst hvort um er að ræða mýrlendi, klettadranga, neðansjávardýpi eða dystópísk heimsslit. Landslagsmyndir byrja að leka, drjúpa og blandast saman, festast í hringrás, þar til þau leysast upp, sullast eða sundrast.

 

Höfundur: Rósa Ómarsdóttir Sviðshönnun: Dora Durkesac Hljóðhönnun: Nicolai Hovgaard Johansen Ljósahönnun: Hákon Pálsson Búningahönnun: Kristjana Björg Reynisdóttir Dramatúrg: Ingrid Vranken Listræn aðstoð: Ana Dubljevic Meðframleiðsla: Kunstenwerkplaats Pianofabriek, Chaillot Theatre National de la Danse, Bora Bora Dans og Visuelt Teatre Styrktaraðilar: KAAP Brugge, C-takt, Dansverkstæðið og Íslenska sendiráðið í París

X