fbpx

Rof

Sveinbjörg Þórhallsdóttir
Frumsýnt á RDF haustið 2021
Dans

Hvaða hreyfingu skynjar hún? Hvaða sögu túlkar hún? Hver er hennar sanna hreyfing?

ROF er fyrsti afrakstur dansrannsóknarinnar Öll hreyfing hefur huga í tíma og rúmi sem hefur það að markmiði að tengja innra ástand líkamans ákveðnu hugarástandi í tíma við hreyfingu og kóreografíu.

Hvernig getur hreyfing hugans náð hámarki í tengslum við hugmynd um tíma?

Hvaða saga býr í líkama dansarans?

Aðferð þar sem fundin er leið til að fanga tímann í ákveðnu hugarástandi. Tíminn fær á sig form sem hefur gildishlaðna yfirlýsingu.

…Seigt vökvatungl í hægri hendi sem leiddi mig mjög sterkt áfram. Ég fann skýrt fyrir því í hægri hendi. Það er strengur á milli þess og hjartastöðvarinnar. Skynjunin kemur þaðan, tungl úr hjartastöðinni… (Halla Þórðardóttir)

Verkið er samstarfsverkefni Tjarnabíós og Reykjavík Dance Festival
Verkefnið er styrkt af listamannalaunum og sviðslistasjóði

Höfundur: Sveinbjörg Þórhalldóttir
Dansari: Halla Þórðardóttir
Leikmynd og búningar: Júlíanna Lára Steingrímsdóttir
Tónlist: Valgeir Sigurðsson
Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson
Ljósmyndir: Saga Sigurðardóttir
Hreyfistýrð hljóðhönnun: Mari Garrigue
Music interaction, design for dance: Mari Garrigue

 

X