fbpx

Rof o.s.fv.

Inga Huld Hákonardóttir

Frumsýnt á Vorblóti vorið 2021

Dans

Veist þú hvað er eiginlega að gerast? Nei. Ekki ég heldur. Lífsins óveður. Gremja, hræðsla, reiði, kvíði, það eru fylgifiskarnir. Hvert er heimurinn annars að pönkast með okkur? Erum við búin að prufa að kýla í púða og stinga hnífsoddum í uppblásnar blöðrur? Já. Ætlum við að hoppa inn í þeytivindu og láta þyrla okkur í hringi, krossa fingur og vona það besta? Nei takk. Erum við vitstola? Mögulega. Hvað eigum við að gera við þær viðbragðstilfinningar sem umheimurinn spýtir í okkur? Óvissulögmálin og við gerumst vinir. Það er eina leiðin. 

Rof osfrv. er dans og tónverk sem skoðar ótta, þrá og skáldskap í sambandi við óvissu í hreyfingu og hljóði. Þetta er einhverskonar lifandi collage dansverk. Við leitum leiða til að vera með óþreyju og að finna hvar við höfum val innan írafársins. Hvar höfum við val til þátttöku og hvar höfum við val til að mynda sterkari tengingar við umhverfið. Erum við kannski umhverfið og hvernig tökumst við á við þá ábyrgð sem fylgir þeirri hugmynd?

X