fbpx

Reykjavík Dance Festival

Sviðslistahátíð Reykjavík Dance Festival

 18. – 22. Nóvember 2019

 

Reykjavík Dance Festival mun fara fram dagana 18. – 22. nóvember næstkomandi og munu sýningar fara fram í Tjarnarbíó, Iðnó og Mengi. 

 Áhersla hátíðarinnar í ár verður á samstarf og mikilvægi þess. Listamenn sem byggja verk sín og aðferðir á samstarfi við einstaklinga, hluti, náttúru eða borgina sjálfa. Raddir og líkamar  sem oft er erfitt að heyra eða sjá í almennri orðræðu.

Boðið verður upp á frumsýningar á íslenskum verkum eftir marga af framsæknustu dans- og sviðslistamönnum landsins, í bland við verk virtra, alþjóðlegra listamanna. 

Reykjavík Dance Festival er alþjóðlegur vettvangur fyrir kóreógrafíu og tilraunir sem leitast við að skapa sterkt samtal við áhorfendur í gegnum verk þeirra listamanna sem hátíðin sýnir, styður og framleiðir. Síðan 2014 hefur hátíðin verið haldin þrisvar sinnum á ári með vinnustofum, málþingum og sýningum. Hátíðin var stofnuð árið 2002 og hefur verið haldin á hverju ári síðan. Hátíðin í ár verður því sú átjánda Í röðinni. 

 

Listrænir stjórnendur: Alexander Roberts & Ásgerður G. Gunnarsdóttir. Samstarfs- og styrktaraðilar: Reykjavíkurborg og Mennta- og menningarmálaráðuneytið

X