fbpx

Mjallhvít

Leikhópurinn Lotta

Frumsýnt í janúar 2021
Barnasýning

Leikhópurinn Lotta heldur áfram uppteknum hætti og setur upp sýningar sínar, aftur, 10 árum síðar. Að þessu sinni er komið að Mjallhvíti og dvergunum sjö en sýninguna frumsýndi hópurinn í Elliðaárdalnum í maí 2011. Nú tíu árum síðar ganga Mjallhvít og félagar í endurnýjun lífdaga og munu að vanda gleðja börn og fullorðna um allt land. Heimavöllur Lottu verður að vanda í Tjarnarbíói og verður sýningin um Mjallhvíti frumsýnd þar um miðjan janúar. Í framhaldinu mun hún að sjálfsögðu ferðast um landið þvert og endilangt enda leggur Leikhópurinn Lotta metnað sinn í að sinna landsbyggðinni jafn sem höfuðborginni með sýningum sínum.

Mjallhvít Leikhópsins Lottu byggir á hinni klassísku sögu um prinsessuna fögru sem flýr stjúpmóður sína og leitar skjóls hjá dvergum. Eins og Lottu er von og vísa er sagan þó nokkuð breytt og mega aðdáendur Lottu jafnvel búast við einhverjum uppfærslum á tíu ára gömlu sýningunni.

Við getum í það minnsta lofað sprúðlandi fjöri, dillandi hlátri, spennu og sannkölluðu ævintýri í leikhúsunum í vetur þegar Mjallhvít og vinir hennar mæta á svæðið. 

X