fbpx

Lokasýningin

Leikhópurinn Sómi þjóðar

Frumsýnt vorið 2021
Leiksýning

Gul viðvörun: Heimsendir er í nánd! Amazon skógarnir brenna, hafið súrnar, drepsóttir geysa og hitastigið hækkar. Við stöndum á bjargbrúninni og horfum niður í hyldýpið sem virðist ætla að gleypa okkur, hvernig sem við berjumst um. Öll sú vitundarvakning sem hefur átt sér stað varðandi umhverfismál virðist máttlaus gagnvart ófreskjunni sem dregur okkur í djúpið. Samspil popúlisma og kapítalisma er búið að læsa allri umræðu og deyða alla von um úrbætur.

Uppgangur fasisma virðist óumflýjanlegur.

Dómsdagsklukkan telur niður.

Öll sund virðast lokuð..

En óttist ekki. Því fimm listamenn Sóma þjóðar ætla að bjarga heiminum á einni kvöldstund, í einni örvæntingarfullri atrennu, með öllum tiltækum ráðum.

X