fbpx

Lífið

Stórskemmtilegt drullumall!

Tíu fingur

Frumsýnt 14. september

 

Sýningin sem hefur farið sigurför um heiminn snýr aftur á svið! 

Lífið  er stórskemmtilegt drullumall á mörkum leikhúss og myndlistar fyrir alla fjölskylduna.  Sýningin er unnin með óvenjulegri aðferð þar sem sagan í verkinu fær að kvikna út úr efniviðnum sem notaður er í sýningunni.  Lífið  fjallar um sköpunarkraft, vináttu og hringrás lífsins, þar sem unnið er með mold.

Lífið hefur hlotið einróma lof áhorfenda og gagnrýnenda, jafnt á Íslandi sem erlendis.

Verkið hefur m.a. verið sýnt í Kína, Þýskalandi, Hollandi, Noregi og á Möltu og verða örfáar sýningar í Tjarnarbíói í haust.

Lífið var valin besta barnasýningin ársins 2015 á Grímunni – Íslensku sviðslistaverðlaununum, auk þess sem leikhópurinn Tíu fingur var valinn Sproti ársins 2015. Sprotinn er veittur einstaklingi eða hópi sem þykir sýna einstakan frumleika og framúrskarandi nýbreytni í sköpun sinni í sviðslistum.

 

Það er allt fallegt við þessa sýningu. Allar stjörnurnar í húsinu!

G.S.E. – Djöflaeyjan

 

Lífið er yndisleg sýning!

S.B.H. – Morgunblaðið

 

Það verður seint fullþakkað að til eru listamenn sem bjóða yngri börnum leikhússupplifun sem er valkostur við hraðann, hávaðann og íburðinn í stóru barnasýningunum.

D.K. – Hugrás

 

Höfundar: Leikhópurinn Tíu Fingur Listrænir stjórnendur: Helga Arnalds og Charlotte Böving Leikarar: Sólveig Guðmundsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson  Tónlist: Margrét Kristín Blöndal Ljósahönnun: Björn Bergsteinn Guðmundsson  Tæknimenn: Arnþór Þórsteinsson og Hafliði Emil Barðason Styrktaraðilar: Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Sviðslistasjóður, Starfslaunasjóður listamanna og Reykjavíkurborg

X