fbpx

Jólasýning Svansins

Svanurinn

17. og 18. desember 2020

Alveg eins og Jólagestir Bó! Nema miklu minna professional.

 

Stress? Rétt fyrir jólin? Hvernig væri þá að kíkja á jólasýningu Svansins og hlæja smá? Svanurinn verður í svaka stuði. Það verða dansar, söngvar og að sjálfsögðu spunagrín sem er búið til á staðnum og verður aldrei aftur endurleikið! Allt getur gerst! Kannski kemur jólasveinninn! Kannski verður helgileikur! Kannski fá allir piparkökur! Kannski fá ekki allir piparkökur en geta samt kannski keypt sér piparkökur á barnum! Eða kannski verða ekki piparkökur á barnum en þá er líka bara hægt að koma með sínar eigin piparkökur!

Svanurinn er spunahópur sem samanstendur af einhverjum reynslumestu spunaleikurum landsins. Þeir eru allir meðlimir í sýningarhóp Improv Ísland og hafa kennt og sýnt spuna í þónokkur ár. Svanurinn hefur komið fram í Danmörku, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Meðlimir Svansins eru mikil jólabörn og ætla þeir að gera sitt allra besta til að koma áhorfendum í jólaskap þegar mest á reynir, á hápunkti jólastressins.

Þetta er sjötta árið í röð sem Svanurinn stendur fyrir jólasýningu en viðburðurinn hefur sífellt farið stækkandi. Þetta árið verður sýningin auðvitað algjör jólasprengja á stærðarskala sem aldrei hefur sést áður.

 

Meðlimir Svansins eru: Adolf Smári Unnarsson, Auðunn Lúthersson, Guðmundur Einar, Guðmundur Felixson, Máni Arnarson, Ólafur Ásgeirsson, Pálmi Freyr Hauksson

Tæknimaður: Magnús Thorlacius

X