fbpx

Independent Party People

Sálufélagar

Frumsýnt 21. ágúst 2019

Sálufélagar bjóða þér í partý til heiðurs ímyndar okkar, okkar Íslendinga. Á þessari samkomu eru allir meðvitaðir um forréttindi sín, inngildingu er hampað og fjölbreytileikanum fagnað. Hér getur þú verið besta útgáfan af sjálfum þér.

Lokaðu augunum. Hlustaðu á þögnina. Hér er enginn nema þú. Finndu mosann undir iljunum. Skynjaðu kraftinn sem ólgar í iðrum jarðar, hvernig hann streymir upp og í gegnum nakið hold þitt. Þú og ósnortin náttúran verðið eitt og þú finnur hvað þú ert agnarsmá í víðáttumikilli auðninni: saklaus, tær, ótamin, dulúðleg, framandi, – en kunnugleg. Þetta er land hins óvænta, land leyndardómanna. Landið þitt.

Sálufélagar er sviðslistahópur stofnaður árið 2015 af Nínu Hjálmarsdóttur og Selmu Reynisdóttur. Hópurinn notast við aðferðir samsköpunarleikhúss við sviðssetningu sjálfs og ímyndar. Fyrri verk hópsins eru Mátulegt (2015) sem var að aukifrumsýnt á NEU/NOW hátíðinni í Amsterdam og Sálufélagar (2016). Fyrsta útgáfa Independent Party People var sýnt sem ‘verk í vinnslu’ í Mengi í ágúst 2018. Í framhaldi af því fengu Sálufélagar styrk frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu til að fullgera verkið.

Verkið er jafnframt hluti af utandagskrá Sequences real time art festival

 

Höfundar og flytjendur: Davíð Þór Katrínarson, Jónmundur Grétarsson, Nína Hjálmarsdóttir og Selma Reynisdóttir Leikstjóri: Brogan Davison Framkvæmdastjórar: Nína Hjálmarsdóttir og Selma Reynisdóttir Sviðsmynd: Katerina Blahutová Dramatúrgísk aðstoð: Brogan Davison og Pétur Ármannsson Tónlist: Sigrún Jónsdóttir Ljósahönnun: Aron Martin Ásgerðarson Tækniaðstoð: Magnús Thorlacius Búningar: Tanja Huld Levý Markaðsstjórn: Heba Eir Kjeld Ljósmyndari: Owen Fiene Grafísk hönnun: Jón Kári Eldon

 

Verkefnið er stutt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

X