fbpx

Hetja
Leikhópurinn Skýjasmiðjan
Frumsýnt 2. apríl 2022
Leikverk með heilgrímum

Skýjasmiðjan snýr aftur með nýjan heilgrímuleik

Skýjasmiðjan stígur nú aftur á svið, eftir níu ára bið, með nýjan grímuleik. Hjartaspaðar, sem hópurinn setti á svið árið 2013, sló eftirminnilega í gegn en sú sýning var fyrsta heilgrímusýningin á íslensku leiksviði.

Hetja er nýr sjónleikur sem einkennist af hlýju og einlægni í bland við leiftrandi kímni, þar sem leikarar nota heilgrímur sem hylja allt höfuðið og segja því söguna með hreyfingum og líkamstjáningu í stað talaðra orða. Verkið, frumsamið af hópnum, talar inn í samtímann á einlægan hátt. Teflt er saman sárustu andartökum fólks og fræknustu sigrum þess í harmrænum gleðileik. Sýningin hentar breiðum hópi áhorfenda, af öllum kynjum og ólíkum uppruna, enda gerir hún engar kröfur um tungumálakunnáttu.

Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir
Leikarar: Aldís Davíðsdóttir, Ellen Margrét Bæhrenz, Fjölnir Gíslason, Orri Huginn Ágústsson, Stefán Benedikt Vilhelmsson
Höfundar: Leikstjóri og leikhópur
Grímur, búningar og leikmynd: Aldís Davíðsdóttir
Lýsing: Fjölnir Gíslason
Tónlist: Eggert Hilmarsson og Sigurjón Sigurðsson

Um Hetju
Það er erilsamur dagur á spítalanum þegar unglæknir mætir á sína fyrstu vakt. Hún þarf að hafa sig alla við til að halda í við þrautþjálfað starfsfólkið.
Líf hanga á bláþræði og tíminn æðir áfram. Mitt í þessari hringiðu er langveikt barn sem þarfnast sérstakrar umönnunar en álagið á starfsfólkið er stöðugt og tími þess af skornum skammti.
Þegar lifibrauð þitt er að hjálpa fólki, hver hjálpar þér þá að lifa af? Hvað gerir andvaka barn á sjúkrahúsi um miðja nótt?
Sýning um mennsku, samkennd, lífsvilja og grænar baunir.

Einróma lof
Aðdáendur Hjartaspaða verða ekki sviknir, en sú sýning hlaut einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda og var tilnefnd til tvennra Grímuverðlauna, annars vegar sem sproti ársins auk þess sem Aldís Davíðsdóttir hlaut tilnefningu fyrir grímugerðina.

Úr gagnrýni um Hjartaspaða
“5 STJÖRNUR”***** Fréttablaðið
“Nýbreytni í íslensku leikhúsi” Djöflaeyjan-RÚV
“full ástæða til að hvetja leikhúsunnendur til að sjá þetta ferska framlag.” TMM
“…mann langar að sjá meira…” Víðsjá
“Sýningin er algjör gullmoli.” Fréttablaðið

X